Frístundaheimili Fjarðabyggðar bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6 til 9 ára barna lýkur. Leitast er við að bjóða upp á spennandi viðfangsefni sem veita börnunum útrás fyrir leik- og sköpunarþörf. Frístundaheimilin eru opin eftir að skóladegi lýkur til kl. 16:30 alla daga. Á starfsdögum eru frístundaheimilin opin frá kl. 8:00 nema annað sé tekið fram. Frístundaheimilin eru lokuð í vetrar-, jóla-, páska- og sumarfríum grunnskólanna. Öllum 6 - 9 ára börnum býðst frístundaheimili, sem eru í grunnskólum Fjarðabyggðar. Börn sem eru að hefja skólagöngu hafa forgang að dvöl á frístundaheimilum. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn frístundaheimilanna.