Áfangaúttektir eru gerðar á einstökum verkþáttum mannvirkjagerðar þar sem eftirlitsaðili kannar hvort viðkomandi þáttur sé í samræmi við samþykkt hönnunargögn, mannvirkjalög og byggingarreglugerð, grein gr. 3.7.5. Þjónustan er ætluð aðilum í nýframkvæmdum. Eigandi eða byggingarstjóri hefur samband við byggingarfulltrúa til að fá áfangaúttekt. Þjónustan er innifalin í byggingarleyfisgjaldi.