Verklegt er vitið

Fræðslusvið hóf haustið 2012 undirbúning að átaki til styrktar tækninámi í grunnskólum Fjarðabyggðar. Myndaður var undirbúningshópur sem mótaði markmið átaksins og leiðir þá um veturinn og á vordögum 2013 lágu fyrir útlínur nýs og metnaðarfulls verkefnis, sem fengið var því lýsandi heiti Verklegt er vitið.

Átakinu var hrundið af stað vorið 2013 og stendur yfir í þrjú skólaár eða fram á vor 2016, en í undirbúningshópnum áttu sæti fulltrúar grunnskólanna í Fjarðabyggð, Verkmenntaskóla Austurlands og fræðslusviðs Alcoa Fjarðaáls.  Til átaksins fékkst veglegur 9 milljón króna styrkur frá Alcoa Foundation.