Fjarðakortið

Fjarðakortið er snertilaust CTS snjallkort sem gildir í Strætisvagna Austurlands og íþróttamiðstöðvar Fjarðabyggðar. Kortið er borið upp að kortalesara og gjaldfærir sjálfkrafa aðgönguverð. Það er fáanlegt sem persónugert eða almennt handhafakort. Tekið er við pöntunum á persónugerðum kortum í sundlaugum, líkamsræktarstöðvum eða á skrifstofu Fjarðabyggðar, 470 9000. Fjarðakortið er hluti af CTS-aðgangsstýringarkerfi (Curron Ticket System) sem Fjarðabyggð hefur tekið upp samhliða SVAust og kemur í stað beinnar miðasölu eða gjaldtöku. Einfalt er að kaupa áfyllingar á vefnum eða í íþróttamiðstöðvum. Stakir aðgöngumiðar verða áfram seldir um borð í SVAust eða í sund.

Fjarðakortið