Fundarröð ráðherra um náttúrupassa

7.1.2015

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heldur opna fundi á Ak­ur­eyri, Blönduósi, Eg­ils­stöðum og Borg­ar­nesi um nátt­úrupassa. Yfirskrift fundarraðarinnar er „Af hverju nátt­úrupassi?“ og mun Ragnheiður Elín fara yfir helstu atriði varðandi málið, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá at­vinnu­vegaráðuneyt­inu. Að framsögu ráðherra lokinni fara umræður fram. Fund­irn­ir eru öll­um opn­ir og er fólk hvatt til að mæta. 

Fundurinn á Egilsstöðum verður mánu­dag­inn 12. janú­ar, kl. 16:30, á Hót­el Héraði. Fundarstjóri er Ásta Krist­ín Sig­ur­jóns­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Fjarðabyggð.

Fundarröðin hefst á Akureyri 7. janúar og þann 9. janúar verður ráðherra á Blönduósi. Síðasti fundurinn verður svo 13. janúar í Borgarnesi.