Leikskólakennari við Lyngholt Reyðarfirði

12.3.2015

Leikskólinn Lyngholt, Reyðarfirði, auglýsir laust til umsóknar fullt starf leikskólakennara.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. 
  • Jákvæðni og sveiganleiki í samskiptum.
  • Metnaðarfullur í starfi, hæfni og áhugi til að vinna í hóp.
  • Góð íslenskukunnátta áskilin.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Ábyrgð og stundvísi.

Lyngholt er fimm deilda leikskóli sem starfar í anda hugmynda Howards Gardners. Í Lyngholti starfa 107 börn á aldrinum eins árs til sex ára. Allir skólar í Fjarðabyggð vinna eftir uppeldi til ábyrgðar og ART. Læsi og stærðfræði eru áherslur okkar í vetur. 

,,Allir geta eitthvað, enginn getur allt" eru einkunnarorð skólans. eiðarljós í öllu starfi er að hver og einn fái notið styrkleika sinna og byggi upp sterka sjálfsmynd.

Umsóknarfrestur er til 24. mars nk. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. apríl 2015.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og FL.
Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri Sigr. Harpa Gunnarsdóttir, 474 1257, sigridurhg@skolar.fjardabyggd.is.
og aðstoðarleikskólastjóri Elín Guðmundsdóttir, 474 1257, elin@skolar.fjardabyggd.is.

Umsókn og ferilsskrá skal senda rafrænt á vef leikskólans, leikskolinn.is/lyngholt.