Skíðamiðstöðin í Oddsskarði opnar 2. janúar

27.12.2014

Stefnt var að því að skíðamiðstöðin í Oddsskarði opnaði 26. desember, en snjór reyndist ekki til staðar í nægilega miklu magni til að það næðist. Nægur snjór er nú til staðar svo að troða megi brautir og opnar skíðasvæðið 2. janúar gangi sú vinna snuðrulaust eftir. 

Tilboð er á vetrarkortum í Oddsskarð fram að áramótum fyrir bæði fullorðna og börn. Fyrir fullorðna kostar kortið kr. 21.000, en 25.000 eftir áramót. Fyrir börn kostar vetrarkortið kr. 8.000 fram að áramótum, en eftir það kr. 10.000.

Tekið er við pöntunum á kortum og fyrirspurnum á netfanginu oddsskard@oddsskard.is.

 (Uppfært 27. des).