Framkvæmdasvið - Yfirlit yfir helstu framkvæmdir í mars 2015

9.3.2015
  • Framkvæmdum við snjóflóðavarnir undir Tröllagili er að ljúka og verður unnið að yfirborðsfrágangi í sumar.
  • Bygging nýs leikskóla á Neseyri í Neskaupstað er hafin.
  • Fráveitulögn frá Bakkahverfi að Neseyri er í útboði og verða tilboð opnuð í viku 11.
  • Hönnun er í gangi á síðustu áföngum snjóflóðavarna í Neskaupstað
    (við Urðabotna og Bakkagil )
  • Unnið er að ofanflóðavörnum við Bleiksá á Eskifirði.
  • Ofanflóðavarnir við Hlíðarendaá á Eskifirði verða boðnar út fljótlega.

Frétta og viðburðayfirlit