Kraftmikið sjónarspil Söxu

27.2.2015

Náttúran er víða á Austufjörðum gjöful á perlur sínar, sem eru margar og sumar hverjar fágætar. Sjávarhverinn Saxa er meðal þeirra fágætu og eru brimgos þessa einstaka náttúrufyrirbæris jafnan mikið sjónarspil.

Gosin myndast þegar úthafssalda gengur í austlægum vindáttum í klettaskoru og spýtist þaðan hátt í loft upp. Nafnið dregur Saxa af því að þönglar og þari saxast í smátt í klettaskorunni og þeytast upp með sjávaröldunni.

Pétur Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar Fjarðabyggðar, náði þessari  skemmtilegu mynd af Söxu í miklum ham.

Frétta og viðburðayfirlit