Kynningarfundir vegna Fjarðabyggðar til framtíðar

22.4.2015

Niðurstöður og tillögur ráðgjafa vegna Fjarðabyggðar til framtíðar verða kynntar á fundum sem fram fara 22. apríl í Neskaupstað annars vegar og á Reyðarfirði hins vegar.

Í Neskaupstað verður fundurinn í Nesskóla kl. 17:30. Fundurinn á Reyðarfirði verður í grunnskólanum og hefst hann kl. 20:30.

Á fundunum kynnir Sævar Kristinsson ráðgjafi skýrslu KPMG og Ingvar Sigurgeirsson mun síðan fjalla um greinargerð Skólastofunnar vegna Fjarðabyggðar til framtíðar. Fundarstjóri er Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri.

Fyrirspurnir og umræður fara fram að kynningum loknum.

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ákvað í nóvember á síðasta ári að hrinda af stað umfangsmikilli greiningu á rekstri sveitarfélagsins. Verkefnið hlaut heitið Fjarðabyggð til framtíðar með vísun til þýðingar þess fyrir stöðugleika í rekstri sveitarfélagsins til framtíðar litið.

Ákvörðunin var tekin samhliða fjárhagsáætlanagerð sveitarfélagsins fyrir árið 2015. Auk þess sem samráð skyldi haft við íbúa um framtíðarskipan í rekstrarmálum, ákvað bæjarstjórn að leita eftir áliti ráðgjafasviðs KPMG. Einnig var ákveðið, í ljósi þess að rúmur helmingur útgjalda sveitarfélagsins vegna grunnþjónustunnar rennur til fræðslumála, að leita til Skólastofunnar ehf. sem sérhæfir sig í faglegri ráðgjöf á því sviði.

Skýrsla KPMG ráðgjafar

Skýrsla Skólastofunnar

 

Frétta og viðburðayfirlit