Lengjubikarinn

11.3.2015

Eftir góða byrjun í fyrstu leikjum A-deildar Lengjubikarsins brotlenti lið Fjarðabyggðar ansi hressilega er liðið tapaði 1-6 fyrir Íslandsmeisturum Stjörnunnar um síðustu helgi. Mark Fjarðabyggðar skoraði Brynjar Jónasson.

Leiknir Fáskrúðsfirði sigraði Hött í fyrstu umferð B-deildar Lengjubikarsins. Það var Marinó Óli Sigurbjörnsson sem skoraði sigurmark Leiknis strax á tíundu mínútu eftir góða sendingu Kristófers Páls Viðarssonar.  Bæði lið hafa styrkt sig töluvert síðustu vikur fyrir komandi átök í 2.deild og voru nokkrir leikmenn að spila sinn fyrsta leik með liðunum.

Frétta og viðburðayfirlit