Samið við björgunarsveitirnar

20.4.2015
Frá undirskrift samningsins, frá vinstri Þórlindur Magnússon Björgunarsveitinni Brimrún Eskifirði, Hafþór Eiríksson Björgunarsveitinni Gerpi Neskaupstað, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri, Ólafur Atli Sigurðsson Björgunarsveitinni Geisla Fáskrúðsfirði og Ingi Lár Vilbergsson Björgunarsveitinni Ársól Reyðarfirði.

Björgunarsveitirnar í Fjarðabyggð og sveitarfélagið gengu fyrr í dag frá samstarfssamningi. Björgunarsveitirnar Ársól, Brimrún, Geisli og Gerpir eru allar aðilar að samningnum.  Aðilar samnings eru sammála um nauðsyn þess að í Fjarðabyggð séu reknar öflugar björgunarsveitir sem geti sinnt ýmiss konar björgunarstörfum þegar á þarf að halda, enda er starfsemi sveitanna mikilvægur þáttur í almannavörnum og hafnarvernd í Fjarðabyggð.

Frétta og viðburðayfirlit