Tafir á sorphirðu vegna snjóþyngsla

25.2.2015

Vegna snjóþyngsla gengur sorphirða hægar en venjulega og í einhverjum tilvikum er ekki hægt að koma við að tæma sorptunnur. Íbúar eru hvattir til að hreinsa vel frá tunnum til að auðvelda starfsmönnum verkin. Einnig er fólk hvatt til að festa tunnur vel.  Þar sem ekki hefur verið hægt að hirða sorp vegna snjóþyngsla verður sett á auka sorphirða þegar aðstæður lagast. 

Frétta og viðburðayfirlit