Unnið að snjómokstri á öllum tiltækum tækjum

24.2.2015
Myndin úr safni Vegagerðarinnar.

Unnið er við snjómokstur í bæjarkjörnum á öllum tiltækum tækjum hjá sveitarfélaginu. Mikill snjór er á götum og eru íbúar beðnir um að sýna biðlund á meðan verið er að ryðja það mesta. Vonir standa til að takist, á næstu klukkustundum, að gera allar aðalleiðir greiðfærar. Bílar sem eru fastir í snjó geta tafið fyrir snjómokstri og er fólki á vanbúnum bílum beðið að halda bílnum heima, sé þess nokkur kostur.

Frétta og viðburðayfirlit