Úrslit í Legókeppninni í St. Louis

20.4.2015

Það var spenningur í hópnum á lokasprettinum enda mikið ævintýri framundan. Hópurinn flýgur til New York þar sem gist verður í eina nótt en síðan verður haldið áfram til St. Louis. Keppnin sjálf hefst miðvikudaginn 22. apríl og stendur í fjóra daga.  Dagskráin er mjög stíf þessa daga.  Hópurinn setur m.a. upp sinn eigin bás þar sem hann kynnir bæinn sinn þannig að hróður Reyðarfjarðar og Fjarðabyggðar mun berast víða.  Framundan er sannarlega mikið ævintýri og óskum við nemendum, kennaranum þeirra og fararstjórum góðrar ferðar.

Frétta og viðburðayfirlit