17. júní í Fjarðabyggð á Eskjutúni Eskifirði

17 júní fáni

GLæsileg hátíðar- og skemmtidagskrá fer fram á Eskjutúni á Eskifirði. Skrúðganga leggur af stað frá Valhöll kl. 14:00 inn á hátíðarsvæðið og að setningu lokinni hefst skemmtidagskrá með tónlist, leikjum og þrautum. Veitingasala, hoppukastalar, andlitsmálun, bogfimi, handverksmarkaður og margt fleira verður á staðnum.

17 júní krakkar

Þjóðhátíðardagurinn á Eskifirði hefst á víðavangshlaupi kl.11:00 og verða tvær leiðir í boði, leikskólahlaup og grunnskólahlaup. Allir sem taka þátt fá verðlaun. Mæting er við sundlaugina á Eskifirði kl. 10:45 og fer skráning fram á staðnum. Sundlaugin verður opin kl. 10:00 til 18:00 og er upplagt að skella sér í sund að hlaupinu loknu.  

17 júní flögg

Í tilefni dagsins verður á Kaffihúsinu á Eskifirði hádegisverðarhlaðborð og krakka-karókí. Frítt er fyrir 10 ára og yngri á hlaðborðið. Þá verður Randulffssjóhús með þjóðhátíðartilboð allan daginn. Veitinga-
staðurinn er opinn kl. 12:00 til 21:00. Hátíðardagskrá á Eskjutúni lýkur kl. 17:00. Kynnir er Andri Bergmann. 

Smelltu til að sjá hátíðardagskrána

17 júní dagskrá
Frítt í strætó
Norðfjörður-Eskifjörður  
Nesbakkabúð 13:15
Vekmennaskólinn 13:17
Miðstræti 13:19
Okan 13:21
Eskjutún Eskifirði 13:45
 
Frítt í strætó Eskifjörður-Norðfjörður  
Eskjutún Eskifirði 17:15
Orkan 17:39
Miðstræti 17:41
Verkmennaskólinn 17:43
Nesbakkabúð 17:45
Stöðvarfjörður - Eskifjörður  
Stöðvarfjörður Brekkan 12:45
Fáskrúðsfjörður Búðavegur 13:10
Hafnargata Franski spítalinn 13:11
Skólavegur/Hólastígur 13:12
Skrúður 13:13
 Skólavegur 13:14
 Við kirkjugarð 13:15 
Reyðarfjörður Byko 13:35
Molinn 13:36
Austurvegur/Barkur 13:37
Eskjutún Eskifirði 13:45

 

Eskifjörður - Stöðvarfjörður  
Eskjutún Eskifirði 17:15
Reyðarfjörður Austurvegur/Barkur 17:23
Molinn  17:24
Byko 17:25
Fáskrúðsfjörður kirkjugarður 17:45
Skólavegur 17:46
Skrúður 17:47 
Skólavegur/Hólsstígur 17:48
Hafnargata Franski spítalinn 17:49
Búðarvegur 17:50
Stöðvarfjörður Brekkan 18:15

Oddsskarð

Skíðamiðstðin í Oddsskarði verður opin þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 10:00 til 16:00.

Jónsmessuopnun. Skíðamiðstöðin í Oddsskarði verður opin 20. júní frá kl. 22:00 til 02:00. Þetta er jafnframt síðasti opnunardagur Skíðamiðstöðvarinnar í bili.