Bæjarhátíðir

Páskafjör

Páskafjör
Menningar- og útivistarhátíð sem haldin er víða um Austurland. Hæst ber glæsilega dagskrá í Skíðamiðstöðinni í Oddsskarði, páskaeggjaleit og spennandi gönguferðir. 

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn
Haldinn hátíðlegur fyrstu helgina í júní á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Norðfirði. Hátíðarhöldin eru fyrsta laugardag í júní á Fáskrúðsfirði og frá fimmtudegi til sunnudags á Eskifirði og Norðfirði.

Þjóðhátíðardagurinn 17.júní

17. júníSkrúðganga og skemmtidagskrá.

Hernámsdagurinn 

Hernámsdagurinn
Hérnámsdagurinn á Reyðarfirði verður 30. júní í ár, en á þessum degi er þess minnst að árið 1940 námu breskir hermenn bæinn. Dagskrá er við Íslenska stríðsárasafnið og víðar. Tilboð á Fish & Chips á veitinga- stöðum. Dátar, dömur og hertrukkar setja svip á bæinn. 

Eistnaflug

Eistnaflug
Rokkhátíðin Eistnaflug er haldin aðra helgina í júlí á Norðfirði. Hart rokk í Egilsbúð - alla helgina.

Franskir Dagar

Franskir dagar
Bæjarhátíðin Franskir Dagar er haldin á Fáskrúðsfirði fjórðu helgina í júlí þ.e. helgina fyrir verslunarmannahelgi. Menningarveisla fyrir alla fjölskylduna með frönsku ívafi.

Maður er manns gaman

Stöðvarfjörður
Á Stöðvarfirði er sjálfbæra bæjarhátíðin "Maður er manns gaman" haldin þriðju helgina í júlí.

Neistaflug og Barðsneshlaup

Rauðubjörg við Barðsnes
Verslunarmannahelgin á Norðfirði. Fyrsta helgin í ágúst. Sjá nánar á heimasíðu hátíðarinnar

Dagar Myrkurs

Bílabíó á Mjóeyrinni
Menningarhátíð sem haldin er í  nóvember. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá (viðburðadagatal) sem tengist ljósi og myrkri.