Fimmtudagur 6. nóvember

Neskaupstaður 
Nesbær - Robyn Vilhjálmsson með kynningu á bókinni sinni Píla í Sveitinni frá kl. 20:00-22:00. Opnun myndlistarsýningar hjá Listasmiðju Norðfjarðar kl. 14:00, tilboð á heitu súkkulaði. Sýningin stendur yfir Nesbæ á Dögum myrkurs kl. 9:00 - 18:00 alla virka daga, fimmtudaga til 22:30 og laugardaga frá kl. 10:00-16:00.

Kaupfélagsbarinn. Sjónvparslaus fimmtudagur kl. 17:00 – 23:00. Slökktu á imbanum og komdu út að leika. Spilum og spjöllum! Fullt af skemmtilegum borðspilum og eru gestir einnig hvattir til að koma með sín uppáhalds spil. SjússaTími/HappyHour, 2 fyrir 1 á öllum börgerum og kokteil kvöldsins á kr. 1500.

Sýning Listasmiðju Norðfjarðar í Nesbæ. Virka daga kl. 9:00 -18:00, nema fimmtudaga til 22:30. Opið laugardaga kl. 10:00-16:00.

Sýning Listasmiðju Norðfjarðar í Nesbæ. Virka daga kl. 9:00 -18:00, nema fimmtudaga til 22:30. Opið laugardaga kl. 10:00-16:00.

Hosurnar, Safnahúsinu Neskaupstað kl. 17:00-22:00. Árviss markaður, félags starfsfólks FSN. Alls konar hannyrðir og bakkelsi til sölu. Ágóða verður varið til tækjakaupa á FSN. Posi á staðnum.

Eskifjörður 
Verkstæði Kötu, kl. 17:00-22:00. Opnun sýningar „Ljósin í myrkrinu“ á gler- og leirverkum Katrínar Guðmundsdóttur í Verkstæði Kötu, á loftinu hjá Samkaupum.

Stöðvarfjörður
Íþróttahúsinu, kl. 20:00. Hinn árlegi "Dagar myrkur" myrkrabolti í íþróttahúsi Stöðvarfjarðar. Þátttakendur mæti í dökkum klæðnaði.

Föstudagur 7. nóvember

Neskaupstaður 
Kaupfélagsbarinn, kl. 11:30 – 13:30. Djúpsteikt hamingja – Fitum andann. Kjúklingaveisla á Kaupfélagsbarnum með öllu tilheyrandi. Meðlæti í anda Suðurríkja Bandaríkjanna, þaðan sem allur matur kemur sem gleður andann og stíflar æðar eins og Soul Food, Comfort Food og KFC. Gleymdu skammdeginu og komdu með vinnustaðinn þinn í sálarbætandi-Suðurríkja-hlaðborð fyrir aðeins kr. 1.950 á manninn. Pantanir í síma 477 1950 .

Sýning Listasmiðju Norðfjarðar í Nesbæ. Virka daga kl. 9:00 -18:00, nema fimmtudaga til 22:30. Opið laugardaga kl. 10:00-16:00.

Hosurnar, Safnahúsinu Neskaupstað kl. 17:00-21:00. Árviss markaður, félags starfsfólks FSN. Alls konar hannyrðir og bakkelsi til sölu. Ágóða verður varið til tækjakaupa á FSN. Posi á staðnum.

Eskifjörður
Kirkju- og mennignarmiðstöðin, kl. 20:00. Kvöldstund með Ragga og Þorgeiri. Afmælistónleikar í léttum dúr þar sem þeir félgar fara á kostum með gamanmál og vinsæl lög sem Ragnar hefur sungið í gegnum tíðina. Ótrúlega skemmtileg dagskrá.

Fáskrúðsfjörður 
Íþróttahús kl. 17:00 - 18:00. Blak þar sem ALLIR mæta í svörtu.

Stöðvarfjörður
Uppvakningaratleikur í Nýgræðingnum á Stöðvarfirði. Mætum í dökkum klæðnaði og börn mæta með vasaljós. Verum viðbúin að mæta því sem koma skal...

Laugardagur 8. nóvember

Neskaupstaður 
Kaupfélagsbarinn, kl. 12:00 – 14:00. Dásemdar Dögurður. Kaupfélagsbarinn býður í brunch eins og þeir gerast flottastir. Frábært fyrir alla fjölskylduna. Frítt fyrir börn 5 ára og yngir og ½-virði fram að fermingu. Kr. 3.500 fyrir fullorðna. Pantið borð tímalega í síma 477 1950. 

Sambandssalur Hildibrand Hótel, kl. 20:30 – 22:30. Hræðilegur hryllingur. Hræðilegt sunnudagsbíó í umsjón Hafsteins Hafsteinssonar. Gamlar B-klassa hryllingsmyndir. Ómissandi fyrir kvikmyndanördið. Sýnd verður Big Trouble in Little China frá árinu 1986. Frítt inn. Aldurstakmark 16 ár. Tilboð á brenndu poppi, nýstorknuðu hrauni og nornahárum.

Hosurnar, Safnahúsinu Neskaupstað kl. 13:00-16:00. Árviss markaður, félags starfsfólks FSN. Alls konar hannyrðir og bakkelsi til sölu. Ágóða verður varið til tækjakaupa á FSN. Posi á staðnum.

Sýning Listasmiðju Norðfjarðar í Nesbæ. Virka daga kl. 9:00 -18:00, nema fimmtudaga til 22:30. Opið laugardaga kl. 10:00-16:00.

Fáskrúðsfjörður 
Fosshótel Austfirðir. Spilastund frá kl. 14:00. Heitt súkkulaði og skúffukaka kl. 15:00 – 17:00. Berglind Agnarsdóttir sagnakona segir frá kl. 17:00-18:00.

Sunnudagur 9. nóvember

Neskaupstaður 
Sýning Listasmiðju Norðfjarðar í Nesbæ. Virka daga kl. 9:00 -18:00, nema fimmtudaga til 22:30. Opið laugardaga kl. 10:00-16:00.

Fáskrúðsfjörður 
Draugabraut í grunnskóla. Yngsta stig kl. 18:00, miðstig kl. 18:45 og unglingastig kl. 19:30.

Stöðvarfjörður
Kertafleytingar á Ósnum. Njótum þess að vera saman í rökkrinu, fleyta kertum og njóta kyrrðarinnar í fögrum fjallahring.

Mánudagur 10. nóvember

 

Neskaupstaður 
Sýning Listasmiðju Norðfjarðar í Nesbæ. Virka daga kl. 9:00 -18:00, nema fimmtudaga til 22:30. Opið laugardaga kl. 10:00-16:00.

Fáskrúðsfjörður 
Draugabraut í grunnskóla. Yngsta stig kl. 18:00, miðstig kl. 18:45 og unglingastig kl. 19:30. Draualeg máltíð á leikskólanum Kærabæ.

Kertafleyting, kl. 20:00. Kertafleyting á Ósnum til að senda góðar óskir og hugsanir út í myrkrið.

Stöðvarfjörður
Kertafleytingar á Ósnum. Njótum þess að vera saman í rökkrinu, fleyta kertum og njóta kyrrðarinnar í fögrum fjallahring.

Þriðjudagur 11. nóvember

Neskaupstaður 
Sambandssalur Hótel Hildibrand, kl. 11:30 – 13:30. Saltað og Sigið. Fiskiveisla uppá gamla mátan. Saltfiskur, gellur og siginn fiskur, heimabakaða rúgbrauð, hamsar og smjér. Borðaðu að vild fyrir kr. 1.950.

Sýning Listasmiðju Norðfjarðar í Nesbæ. Virka daga kl. 9:00 -18:00, nema fimmtudaga til 22:30. Opið laugardaga kl. 10:00-16:00.

Fáskrúðsfjörður
Kertakvöld í sundlaug Fáskrúðsfjarðar kl. 16:00 – 19:00.

Stöðvarfjörður
Bókasafnið á Stöðvarfirði verður með Draugalegan morgun, þar sem lesið verður við kertaljós og maulað á lakkrís.

Miðvikudagur 12. NÓVEMBER

Neskaupstaður 
Kl. 18:00 – 20:00. Mömmumatur. Heimilislegt í Samba ndssal Hildibrand Hotel. Gamaldags Lambalæri með brúnuðum kartöflum, rauðkáli, sultu og öllu hinu góða meðlætinu úr minningunum. Að sjálfsögðu allt heimalagað frá grunni og heiðagengið Miðbæjarlamb í aðalhlutverki. Borðaðu eins og þig lystir fyrir kr. 2.300 kr á manninn. Borðapantanir í síma 477 1950.

Sýning Listasmiðju Norðfjarðar í Nesbæ. Virka daga kl. 9:00 -18:00, nema fimmtudaga til 22:30. Opið laugardaga kl. 10:00-16:00.

Stöðvarfjörður
Svartur dagur í Stöðvarfjarðarskóla. Nemendur og kennarar klæðast svörtu. Skemmtilegar sögur lesnar í tilefni Daga myrkurs. Á matseðli skólans verða múmíupylsur.

Fimmtudagur 13. NÓVEMBER

Neskaupstaður 
VA, kl. 19:30-22:00. Nemendur Verkmenntaskóla Austurlands halda Hrekkjavöku. Opið hús á vegum NIVA, nemendafélags VA, Listaakademíu VA, íþróttaakademíu VA og útskriftahóps VA.

Hotel Hildibrand, kl. 18:00 – 23:00. Draugar í Kaupfélaginu. Gamla Kaupfélagið iðar af lífi á Kaupstaðarkvöldinu. Fjöldi viðburða og tilboða. Spákona í Koníaksstofunni, draugasögur og óvættir á Kaupfélagsbarnum, kökubasar og alls konar tilboð á mat og drykk. Markaðssteming í Framsal og Sambandssal. Öllum opið að koma me kynningu og sölu á vörum, s.s. handverki, list og matvöru. Þeir sem vilja tæma kompur og skápa geta einnig fengið bás ef húsrúm leyfir. Ekkert básagjald. Hringdu í síma 865 5868 og tryggðu þér bás. Viðburðurinn verður nánar auglýstur síðar.

Nesbær, kl. 17:00-22:00. Kjötsúpa og haustdrykkir á tilboði. Heklað og hannað af Hönnu Lísu verður með tuskudýr og barnaföt til sölu frá kl. 17:00-22:00. Einnig verður handverk hannað af Ólöfu Hannesdóttur til sölu kl. 20:00-22:00.

Sýning Listasmiðju Norðfjarðar í Nesbæ. Virka daga kl. 9:00 -18:00, nema fimmtudaga til 22:30. Opið laugardaga kl. 10:00-16:00. 

Skorrastaður, kl. 18:00 - 19:00. Ja hvur fjárinn! Stemningsstund í fjárhúsinu hjá Dodda á Skorrastað. Aðgangur í boði fjölskyldunnar 
á Skorrastað 3-4. Mælt með að börn komi með vasaljós með sér og séu í fylgd fullorðinna.

Reyðarfjörður 
Íslenska stríðsárasafnið, kl. 20:00 til 22:00. Frábær kvöldstund Íslenska stríðsárasafninu. Leikfélagið Reyðarfjarðar sýnir lifandi safn, Fjarðadætur syngja og Berglind Agnarsdóttir verður með sögustund. Aðgangur er ókeypis.

Bókasafnið á Reyðarfirði. Draugalegur dagur með upplestri á draugasögum fyrir börn kl. 15:00, unglinga kl. 16:00 og fullorðna kl. 18:00. Safnið verður skuggalega skreytt.

Hárstofa Sigríður verður með opið til kl. 19:00 og tilboð í gangi. Ella frá Hár og smink kynnir nýjustu hárvörunar frá Framnesi, hárgreining, frábær tilboð, tónlist, gott í gogginn o.fl. Allir velkomnir.

Veiðiflugan, 10% afsláttur af vörum með svörtum lit. 

Fáskrúðsfjörður
Rökkustund í Kolfreyjustaðarkrikju kl. 20:00. tónlist og söngur sem hæfir tilefninu, kór Fáskrúðsfjarðarkirkju syngur. Kórstjóri og organisti: Suncana Slamnig. Hljoðfæraleikari: Charles Ross. sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir leiðir stundina. Allir hjartanlega velkomnir. 

Föstudagur 14. nóvember

Neskaupstaður 
Kaupfélagsbarinn, kl. 11:30 – 14:00. SushiTími, 2 fyrir 1 af blönduðu Sushi og af hvítvíni.

Sýning Listasmiðju Norðfjarðar í Nesbæ. Virka daga kl. 9:00 -18:00, nema fimmtudaga til 22:30. Opið laugardaga kl. 10:00-16:00.

OLÍS, 20% afsláttur á grísasamlokum, Drakúla sleikjó og Drakúla dufti og kannski eitthvað óvænt að auki. 

Eskifjörður 
Bílabíó á Mjóeyri frumsýnir Algjör Sveppi og Gói bjarga málunum, vinsælustu mynd ársins. Aðgangseyrir kr. 500. Sýningar kl. 18:00 og 20:00.

Pöbbastemming á Randulffs-sjóhúsi með Andra Bergmann frá kl. 22:00-01:00. Ýmis tilboð á barnum og ,,Randulffs“ Rabbabara mojito.

 

Fáskrúðsfjörður
Kertafleyting á ósnum kl. 20:30

Reyðarfjörður 
Skuggaleg opnun í Molanum til kl. 20:00
Skuggaleg tilboð í Krónunni.
Landsbankinn sýnir tvær svarthvítar kvikmyndir kl. 17:00 og 18:30.
Pex, 10% afsláttur af öllum vörum.
Veiðifluguna, 10% af öllum svörtum vörum.
Excito hár, 20% afsláttur af öllum svörtum vörum og 10% afsláttur af öðrum vörum.esam brauðhús, opið til kl. 20:00. Ilmandi kaffi og heitt súkkulaði á tilboði ásamt nýbökuðum smákökum. Komdu og smakkaðu nýju smákökurnar.

Byko, opið til kl. 20:00, tilboð og skuggalegt fjör.

Húsasmiðjan, opið til kl. 20:00, 20% afsláttur af jólaljósum, seríum og kertum.

Tærgesen, kl. 19:00-21:00, pizzahlaðborð á kr. 1.450 á mann.

Kaffi Kósý, Íslenska lagið. Íslensk gæðatónlist og tilboð á íslenskum gæðabjór.

OLÍS, 20% afsláttur á grísasamlokum, Drakúla sleikjó og Drakúla dufti og kannski eitthvað óvænt að auki. 

Laugardagur 15. nóvember

Eskifjörður 
Rómatísk kvöldstund á Randulfssjóhúsi og tilboð á gistingu á Mjóeyri.

Rómantískur 4ra rétta kvöldverður á kr. 7.500 á Randulffs-sjóhúsi. Kokkarnir Sigurður Daði, kennari við kokka og veitingaskólann og Steinunn Diljá frá veitingastaðnum Satt, sjá um veitingar úr austfirsku eðalhráefni. Hjónin Dilly og Guðjón sjá um lifandi tónlist á meðan borðhaldi stendur. Borðabókanir í síma 477 1247. Á matseðlinum er Villibráðarsúpa, Hreindýr í þremur útfærslum, pate, rekt og tartar, Stökkur saltfiskur í bjórdeigi, Borið fram með sýrðum perlulauk og aioli, Brasseraður lambahryggur „ballontine“ , Steinseljurót, gljáðar gulrætur, bernaise sósa, Súkkulaðimús „valrhona“, Vanilluís og appelsínu froða.

Neskaupstaður 
Sýning Listasmiðju Norðfjarðar í Nesbæ. Opið kl. 10:00-16:00.

Reyðarfjörður
Veiðiflugan, 10% afsláttur af vöru með svörtum lit.

Excito har, 20% afsláttur af svartri vöru og 10% af öðrum vörum.

Tærgesen, steikarkvöld með graflax í forrétt, lambalund í aðalrétt og franska súkkulaðiköku í eftirrétt á aðeins kr. 5000.

Kaffi Kósý, Íslenska lagið. Íslensk gæðatónlist og tilboð á íslenskum gæðabjór.

Sunnudagur 16. nóvember

Neskaupstaður 
Kaupfélagsbarinn, kl. 15:00 – 17:00. Hnallþóra og Jónas Hallgrímsson. Í tilefni af Degi íslenskrar tungu veður þjóðlegt kaffihlaðborð á Kaupfélagsbarnum með ýmsum nostalgíu kræsingum og ættu allir að fara rjómalagaðir og sælir frá borðum. Ljóð og sögur úr nágrenni Norðfjarðar. Kr. 1.890 kr fyrir fullorðna, ½ að fermingu og frítt fyrir 5 ára og yngri. Borðapantanir ráðlagðar vegna takmarkaðs sætafjölda. Borðapantanir í síma 477 1950.

Sambandssalur Hótel Hildibrand, kl. 20:30 – 22:30 Hræðinlegur Hryllingur. Hræðinlegt sunnudagsbíó í umsjón Hafsteins Hafsteinssona. Gamlar B klassa hryllingsmyndir. Ómissandi fyrir kvikmyndanördið. Síðari myndin sem verður sýnd er The Return of the Living Dead frá árinu 1985. Frítt inn. Aldurstakmark 16 ár. Tilboð á brenndu poppi, nýstorknuðu hrauni og nornahárum.

Eskifjörður 
Eskifjarðarkirkja, kl. 20:00. Taize-messa þar sem kirkjan er myrkvuð af rafmagnsljósum en í staðinn böðuð kertaljósum. Stund tileinkuð þeim sem vilja horfast í augu við myrkrið í mannehimi, myrkur í eing sál og láta ljós kærleikans fæla það frá. Skírnarinnar minnst með því að vígðu vatni er roðið á enni viðstaddra og myndað krossmark. Minnt á það hlutverk kristinna manna að vera fulltrúar ljóssins í myrkum mannheimi.

Kærleiksganga frá Mjóeyri kl. 17:00. Gengið að Randulffssjóhúsi. íbúar hvattir til að mæta með ljósker sem sleppt verða í upphafi göngu, og vasaljós eða kyndla til að ganga með. Einnig eru allir hvattir til að klæðast rauðu til að minna á kærleika. Kaupa má ljósker í Snyrtistofunni Prýði (efri hæð Samkaups). Í Randulffssjóhúsi verður m.a. ljóðaupplestur, ýmis söngatriði, turtildúfur bæjarins árið 2014 fá viðurkenningu og sýnd verður heimildarmynd um Eskifjörð sem gerð var 1974 í tilefni af 11. aldar afmæli Íslands. Veislustjóri verður María Hjálmarsdóttir. Þá verður skíðadeildin með sölu á dýrindis kjöt- og kakósúpu. Súpan verður seld á kr. 1.200kr með ábót og kr. 500 fyrir börn. Posi ekki á staðnum.

Tilboð á Dögum myrkurs

Neskaupstaður 
Gallerý Hár í Neskaupstað verður með tilboð alla dagana.
Rómantískt tilboð í tilefni Daga Myrkurs á Hildibrand Hotel: Gisting í eina nótt fyrir tvo í huggulegri og rúmgóðri íbúð, morgunverðabakki í íbúð, aðgangur að sundlaug og heitum pottum + Rómantískur 6 rétta villibráðakvöldverður ásamt fordrykk á Kaupfélagsbarnum. Verð fyrir tvo kr. 28.800 eða kr. 14.400 á manninn. Takmarkaður sætafjöldi og aðeins 4 kvöld í boði. Gildir eingöngu 7., 8., 14. og 15. nóvember. Pantaðu borð tímalega í síma 477 1950.

Kaupfélagsbarinn, kl. 17:00 – 22:00. Sleðadregið hreindýr - villibráðaveisla. Matreiðslumeistarar Kaupfélagsbarsins bjóða þér í ógleymanlega ævintýraferð fyrir bragðlaukana með austfirska villibráð í heiðursessi. Sex rétta matseðill ásamt fordrykk á kr. 6.950 á manninn. Takmarkaður sætafjöldi og aðeins 4 kvöld í boði. Gildir eingöngu 7., 8., 14. og 15. nóvember. Pantaðu borð tímalega í síma 477 1950.

Eskifjörður 
Langur laugardagur 8.nóvember kl. 11:00-17:00. 
Tilboð í verslunum SamkaupÚrvals, Verkstæði Kötu, Rauða krossins og Prýði snyrtistofu.

Snyrtistofan Prýði, Dekraðu við ástina:

  • Pakki 1 á kr. 8.200 - Litun og plokkun og handsnyrting
  • Pakki 2 á kr. 10.500 - Handsnyrting með lökkun og fótsnyrting með lökkun
  • Pakki 3 á kr. 11.600 - Litun og plokkun, þjölun á neglur og lökkun og fótsnyrting með lökkun
  • Karlapakki á 8.200 - Fótsnyrting og fótakrem frá Pronails
  • Tengiliður: Aðalbjörg Guðbrandsdóttir, adalbjörg.gudbransdottir@gmail.com, 8449671.

Gisting í húsi á Mjóeyri með morgunverðahlaðborði, aðgang að sauna og heitum potti og rómantískur kvöldverður á Randulffs kr. 15.100 eða kr. 12.100 í herbergi. Auka nótt aðeins kr. 3.500. (Verð á mann).

Þessi upplýsingasíða er opin öllum sem vilja koma á framfæri viðburðum í Fjarðabyggð á Dögum myrkurs. Tekið er við birtingum á helga.g.jonasdottir@fjardabyggd.is. Tilkynningar eru birtar eins og þær berast efnislega frá skipuleggjenda.