Hernámsdagurinn Reyðarfirði

Hernámsdagurinn 2

Hernámsdagurinn 9

Hernámsdagurinn 15

Laugardagurinn 28. júní 2014

Hernámshlaup

Hernámshlaup Íslandsbanka

Tvær vegalengdir eru í boði. Hlaupið er frá Íslenska stríðsárasafninu við Heiðarveg að marklínu hjá Íslandsbanka Reyðarfirði. Ekkert skráningargjald og eru veglegir vinningar í boði frá Íslandsbanka. (Að hlaupi loknu má komast í sturtu í Íþróttamiðstöð Reyðarfjarðar.)

     Kl. 10:30 - 10 km hlaup
     Kl. 11:00 - 5 km hlaup og skemmtiganga
Hernámshlaupið er á hlaup.is

Söngvarakeppni Austurlands

Söngvarakeppni Austurlands söngvariFélagslundi, 28. júní, kl. 20:15

Komdu og veittu ungu hæfileikafólk stuðning í fyrstu söngvarakeppni Austurlands. Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Austurlands. Dansleikur að keppni lokinni. Alvöru ballstemning eins og hún gerist best með hljómsveitinni Kraðak.

Húsið opnar kl. 19:30. Söngvarakeppnin hefst að keppni lokinni og dunar danstónlistin til kl. 03:00. Forsala miða er hafin hjá Hárstofu Sigríðar, Reyðarfirði og Kaffihúsinu Eskifirði á kr. 1.500 á söngvarakeppni, kr. 2.500 á söngvarakeppni og dansleik og kr. 2.000 dansleikinn. Miðar staðgreiðist í forsölu.

Einnig verða miðar seldir í anddyri Félagslundar keppniskvöldið á bæði söngvarakeppnina og dansleikinn. Þeim sem ekki komast, en vilja engu að síður styrkja verkefnið með frjálsum framlögum er bent á reikning Tónleikafélags Reyðarfjarðar 1106-26-4506, kennitala: 450614-1300.

Tónleikafélag Reyðarfjarðar
Söngvarakeppni Austurlands er á Facebook.

Sunnudagurinn 29. júní 2014

Hernámsdagurinn

Kl. 13:30   Mæting við Molann.

Kl. 14:00   Hernámsgangan leggur af stað frá Molanum (sögugangan). Gengið verður upp með Búðará að Íslenska stríðsárasafninu. Herbílar aka að safninu og dátar leiða gönguna í boði Launafls. Leiðsögumaður sögugöngu er Einar Þorvarðarson. 

Kl. 15:00 Hernámsdagskrá við stríðsárasafnið
      Fjarðadætur
      Hugo Hilde, fiðluleikari, í boði Ryþmafarar
      Leikfélag Reyðarfjarðar sýnir brot úr nýjum leikþætti
Juicy Fruit, Prins Polo og Coka Cola í boði Rafveitu Reyðarfjarðar

Kl. 16:30   Braggabíó í stríðsárasafninu
Casablanca með Ingrid Bergman og Humphrey Bogard.
Ekki missa af þessari sígildu stríðsáramynd frá árinu 1942. 
Braggatertan í Sesam brauðhúsi og fish 'n' chips á tilboði
í Olís, Shell og Tærgesen.

Fjarðadætur
Kl. 20:30  Setuliðskemmtun í Félagslundi

Leikfélag Reyðarfjarðar frumsýnir nýjan leikþátt byggðan á hernámsárunum á Reyðarfirði. Sýningin endar á fjölskyldudansleik í anda stríðsáranna. Miðaverð er kr. 1500. Veittur er 500 kr. afsláttur ef fólk mætir í fötum í anda stríðsáranna

Hernámsdagurinn 12

Hernámsdagurinn 13