Neistaflug

Neistaflug barnaskemmtun

Neistaflug fer fram dagana 31. júlí til 3. ágúst, en þessi frábæra bæjarhátíð fer fram í Neskaupstað um hverja verslunarmanna-  helgi. Dagskráin stendur frá fimmtudegi til sunnudags með fjölbreyttri skemmtun fyrir alla fjölskylduna með vatnabolta, sund- laugargleði, tónleikum, böllum o.m.fl.

Fjöldi skemmtikrafta mætir til leiks, þar á meðal Gunni og Felix, Ingó töframaður, Sveppi og Gói, Skoppa og Skrítla, Gísli S. Einarsson og eldspúarar. Tónlist er að vanda í fyrirrúmi með Ragga Bjarna, Páli Óskari, Jónasi og ritvélum framtíðarinnar, Eyþóri Inga, hljómsveitinni Arthur og margir fleiri.

Neistaflug Páll Óskar

Neistaflug Jónas og ritvélar framtíðarinnar

Gatnalokun Neistaflug

Vegna Neistaflugs 2013 verður lokað fyrir umferð á svæði (1) um Hólsgötu, Stekkjar-  götu og Hafnarbraut við Samkaup Úrval að Egilsbraut við Egilsbúð, frá kl. 14 til 00 á föstudegi, kl. 12 til 18 á laugardegi og kl. 12 til 18 á sunnudegi. Lokunin á við um alla akandi umferð nema neyðarbíla.

Vegna Neistaflugs 2013 verður lokað fyrir umferð á svæði (1) um Hólsgötu, Stekkjar-  götu og Hafnarbraut við Samkaup Úrval að Egilsbraut við Egilsbúð, frá kl. 14 til 00 á föstudegi, kl. 12 til 18 á laugardegi og kl. 12 til 18 á sunnudegi. Lokunin á við um alla akandi umferð nema neyðarbíla.