Ferðaþjónusta

Fjarðabyggð er austfirsk ævintýri sem enginn má missa af. Náttúran, sagan og mannlífið er sveipað austfirskri dulúð og ljóma. Sex tjaldstæði eru í Fjarðabyggð, eitt í hverjum byggðakjarna og endurspeglar hvert þeirra einstakt umhverfi á hverjum stað. Tjaldstæðin eru því að mörgu leyti jafn fjölbreytt og bæjarkjarnar Fjarðabyggðar eru ríkir hver af eigin sögu og menningu. Ferðaþjónusta hefur verið í sókn í Fjarðabyggð. Kaffihús, veitingastaðir, hótel og gistiheimili bjóða fjölbreytta þjónustu.

 Fjölbreyttustu þjónustuna býður þó náttúran sjálf með ógleymanlegum andstæðum fegurðar og harðbýlla aðstæðna. Vefmyndavélum hefur verið komið víða fyrir og má þannig auðveldlega fylgjast með veðri og aðstæðum. Komdu austur. Upplifðu bæjarbrag Fjarðabyggðar og einstaka náttúruna. Hvort heldur litið er til lands eða sjávar, þá bíður þín austfriskt ævintýri. Kynntu þér einnig fjölbreytta möguleika í útivist og menningarstarfi Fjarðabyggðar.