Tjaldsvæði

Í Fjarðabyggð eru skipulögð tjaldsvæði í öllum bæjarhlutum. Á öllum tjaldsvæðunum er góð aðstaða til að grilla og einnig eru leiksvæði fyrir börnin. Tjaldsvæðin eru opin frá 1. júní til 31. ágúst og gjaldfrjálst án þjónustu til 15. september.

Mjóifjörður

Horft út Mjóafjörð

Tjaldsvæðið er í umsjón ferðaþjónustunnar Sólbrekku.  Tjaldsvæðið er í kyrrð og ró í fallegu umhverfi.  Á tjaldsvæðinu er hreinlætisaðstaða og sturtur.

Norðfjörður

Tjaldstæðið í Neskaupstað

Tjaldsvæðið er við snjóflóðavarnargarðana ofan við bæinn í Drangagili.  Þar er góð hreinlætisaðstaða með sturtum, rafmagn fyrir húsbíla og leiksvæði fyrir börnin.  Þaðan er frábært útsýni yfir Norðfjarðarflóa.

Eskifjörður

Tjaldstæðið Eskifirði

Tjaldsvæðið við Bleiksána, við innkeyrsluna í bæinn, er umvafið fallegri skógrækt.  Þar eru sturtur, snyrting, rafmagn fyrir húsbíla og gott leiksvæði fyrir börnin.  Stutt er í sundlaug, kaffihús og bensínstöð. 

Reyðarfjörður

Tjaldstæðið á Reyðarfirði

Tjaldsvæðið er við innkeyrsluna í bæinn hjá Andarpollinum. Á tjaldstæðinu er ný og góð hreinlætisaðstaða með sturtum. Rafmagn fyrir húsbíla er á svæðinu og stutt í WC-losun fyrir húsbíla hjá Olís Reyðarfirði.

Fáskrúðsfjörður

Fáskrúðsfjörður tjaldsvæði

Tjaldsvæðið er í friðsælu umhverfi við fallegt lón, rétt innan við byggðina.  Þar eru sturtur og snyrting, rafmagn og WC-losun fyrir húsbíla.

Stöðvarfjörður

Tjaldstæðið Stöðvarfirði

Tjaldsvæðið er við austurenda byggðarinnar.  Þar er klósett og WC- losun fyrir húsbíla.  Í skógræktinni við tjaldsvæðið eru skemmtilegar gönguleiðir og gott leiksvæði fyrir börnin.