HANDVERK OG LISTIÐNAÐUR

Steinasafn Petru Stöðvarfirði

Steinasafn Petru á Stöðvarfirði býður skemmtilega minjagripi unna úr steinum.

Salthússmarkaðurinn á Stöðvarfirði er sumarmarkaður með úrvalshandverk og listiðnað i gömlu salthúsverkunarhúsi staðarins.

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði, stendur fyrir skapandi samfélagi í gamla frystihúsinu á Stöðvarfirð. Rósa Valtingojer og Zdenek Patak eru helstu hvatamenn miðstöðvarinnar.

Grafíksetrið á Stöðvarfirði er eitt fullkomnasta grafíksetur landsins, rekið af Ríkharði Valtingojer og Sólrúnu Friðriksdóttur.

Gallerý Snærós á Stöðvarfirði er þekkt fyrir fuglalínu Rósu Valtingojer, en hún samanstendur af vinsælum íslenskum fuglum úr leir og má þar nefna lunda, himbrima, súlu, krumma og snjótittling.

Handverk

Kaffihúsið Nesbær í Neskaupstað gengst reglubundið fyrir sölusýningum eftir ýmsa listamenn.

Gallerí Thea er staðsett á Skorrastað í Norðfjarðarsveit. 
Thea sérhæfir sig í leirlist og eru hestarnir hennar löngu orðnir frægir.

Verkstæði Kötu á Eskifirði, er listaverkstæði þar sem boðið er uppá listmuni úr leir og gleri.

Gallerí Kolfreyja er í Tanga, gamla kaupfélagshúsinu á Fáskrúðsfirði. Galleríið selur úrval af margs konar handverki og listiðnaði sem unnið er af stórum hópi handverksfólks búsettu á Fáskrúðsfirði.