Söfn og sýningar

Úrval safna er í Fjarðabyggð mörg hver tengd atvinnulífi en einnig nátturu- og stríðsminjum.

Sjóminjasafn Austurlands

Sjóminjasafn Austurlands - Gamla Búð

Í safninu eru munir sem tilheyra sjósókn og vinnslu sjávarafla.  Einnig eru þar verslunarminjar og hlutir sem tilheyra ýmsum greinum iðnaðar og lækninga frá fyrri tíð. Sjóminjasafnið er í gömlu verslunarhúsi, Gömlu búð, sem var byggt 1816.

Strandgötu 39b, sími 476 1605, 470 9063.
Netfang: sofn@fjardabyggd.is. Opið alla daga 10:00-18:00, 
frá 1. júní til 31. ágúst eða eftir samkomulagi.

Íslenska Stríðsárasafnið

Íslenska Stríðsárasafnið

Á Íslenska stríðsárasafninu ferðast gestir meira en 70 ár aftur í tímann eða allt aftur til daga seinni heimsstyrjaldarinnar. Safnið veitir lifandi innsýn í lífið á stríðsárunum, áhrif hersetunnar á íslensku þjóðina og tíðaranda. 

Heiðarvegi 37, sími 470 900, 470 9063.
Netfang: sofn@fjardabyggd.is.  Opið alla daga 13:00 - 17:00,
frá 1.júní til 31. ágúst eða eftir samkomulagi.

Fransmenn á Íslandi

Franski spítalaklasinn Fáskrúðsfirði

Í safninu er saga franskra skútusjómanna á Íslandi rakin, en Fáskrúðsfjörður var helsta bækistöð þeirra hér við land. Blómatími Frakka á Íslandsmiðum hófst um 1860 og stóð um 50 ára skeið. Safnið er í frönsku húsunum á Fáskrúðsfirði og er allt hið glæsilegasta. Endurbyggingu húsanna lauk sumarið 2014.  

Hafnargata 12, sími 475 1170, 470 9063.
Netfang: sofn@fjardabyggd.is. Opið alla daga 10:00-18:00,
frá 1. júní til 31. ágúst eða eftir samkomulagi.

SAFNAHÚSIÐ Í NESKAUPSTAÐ

Safnahúsið í Neskaupstað
Húsið, sem á sér merka sögu, hefur að geyma þrjú glæsileg og afar ólík söfn undir sama þaki eða Náttúrugripasafnið, Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar og Sjóminja- og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar. Safnahúsið er fallega staðsett við sjávarsíðuna og þykir endurgerð hússins hafa tekist vel í hvívetna.

Egilsbraut 2, sími 477 1446, 470 9063.
Netfang: sofn@fjardabyggd.is. Opið alla daga 13:00 - 21:00,
frá 1. júní til 31. ágúst eða eftir samkomulagi.

Myndlistasafn Tryggva Ólafssonar

Tryggvasafn Neskaupstað

Tryggvi Ólafsson er fæddur árið 1940 á Norðfirði. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1960-61 og við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1961-66. Tryggvi er meðal þekktustu núlifandi myndlistarmanna Íslendinga. Safnið er staðsett í Safnahúsinu í Neskaupstað að Egilsbraut 2.

Sjóminja- og smiðjumunasafn 

Sjóminja- og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar  Neskaupstað
Á sjóminja- og smiðjusafni Jósafats Hinrikssonar eru áhugaverðir hlutir sem tengjast sjávarútvegi, bátasmíði, járn- og eldsmíði og einnig gömlum atvinnuháttum á Íslandi. Þarna er að finna eftirlíkingu af eldsmiðju föður Jósafats þar sem Jósafat lærði og hóf starfsferil sinn. Safnið er staðsett í Safnahúsinu í Neskaupstað að Egilsbraut 2.

Steinasafn Petru

Frá Steinasafni Petru

Fjarðabraut 21, 755 Stöðvarfirði, 475 8834 og 866 3668.   Opið 09:00 - 18:00, alla daga vikunnar, frá maí til september.  Steinasafn Petru er stórt og glæsilegt steinasafn í einkaeigu.  Stofnandi þess, Petra Sveinsdóttir, safnaði  steinum í fjöllunum við Stöðvarfjörð frá barnæsku og í áranna rás hefur bæst við safnið.  Nú fyllir safnið og minjagripasalan húsið hennar Petru og garðinn sem er orðinn hluti af safninu. Safnið er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Austurlandi. Sjá vef safnsins.

Steinasafn Sörens og Sigurborgar

Eskifjörður að sumarlagi

Lambeyrarbraut 5, 735 Eskifirði, 476-1177. Safnið er einkasafn og eru allir velkomnir sem eiga leið hjá, þó að ekki sé fastur opnunartími. Einnig er hægt að hringja á undan sér. Steinasafnið var stofnað árið 1976. Það státar af fjölda tegunda íslenskra steina en einnig er þar að finna erlendar tegundir. Hjónin Sigurborg og Sören söfnuðu, söguðu og slípuðu megnið af steinunum. Safnið er á neðri hæð á heimili Sigurborgar. Sjá FB-síðu safnsins.

Allar nánari upplýsingar veitir Pétur Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar Fjarðabyggðar, sími 470 9063, sofn@fjardabyggd.is.