Tónlistarlíf

Sungið í Kirkju- og menningarmiðstöðinni

Í Fjarðabyggð er blómlegt menningar- og listalíf. Á Eskifirði er rekin  Tónlistarmiðstöð Austurlands sem er skilgreind af Menningarráði Austurlands sem miðstöð tónlistar á Austurlandi. Hljómburður í húsinu telst vera einstaklega góður enda er hönnun þess miðuð að því að skapa sjón- og hljóðræn áhrif milli flytjenda og njótenda. Í miðstöðinni eru haldnir fjöldi listviðburða allt árið um kring. 

Blásið á Svartafjalli

Neskaupstaður er þekktur fyrir öflugt tónlistarlíf og þar stendur BRJÁN, en svo nefnst Blús-, Rokk- og Jazzklúbburinn Á Nesi, framarlega í flokki.  Klúbburinn stendur fyrir viðburðum árið um kring, en er hvað þekktastur fyrir rokkveislurnar sem haldnar eru á hverju hausti.  Blúskjallarinn er húsnæði klúbbsins og góður tónleikastaður, þar sem haldnir eru tónleikar allt árið um kring.