Eskifjörður

Þéttbýlið er við Eskifjörð sem gengur inn úr norðurströnd Reyðarfjarðar og er byggðin með ströndinni við norðanverðan fjörðinn. Eskifjörður var mikill verslunarstaður fyrr á öldum og fékk fyrst kaupstaðarréttindi árið 1786. Verslun hefur verið þar samfleytt frá árinu 1798, þegar danska verslunarfyrirtækið Örum og Wulff hóf starfsemi hér á landi og reisti fyrsta verslunarhúsið í Útkaupstað. Árið 1801 voru íbúar staðarins 21. Embætti sýslumanns Suður-Múlasýslu var flutt til Eskifjarðar árið 1853. Í dag er Lögreglustjórinn á Austurlandi staðsettur á Eskifirði. Veruleg íbúafjölgun hófst fyrst á Eskifirði í tengslun við síldveiðar Norðmanna á Austfjörðum, á seinni hluta 19. aldar, og var íbúatalan komin í 228 árið 1902. Þann 1. janúar 1988 sameinuðust Eskifjarðarkaupstaður og Helgustaðarhreppur og árið 1990 var íbúatala sveitarfélagsins 1.100 íbúar.  Í dag búa um 1.060 manns á Eskifirði.

Sjávarútvegur og fiskvinnsla er aðalatvinnuvegur íbúa Eskifjarðar og þar er eitt af stærrri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, Eskja hf. Þar er lykilembætti löggæslu á Austurlandi og Eimskip er með fastar áætlunarsiglingar þangað.

Sorry we can't display map

Þjónusta á Eskifirði.

Öll almenn þjónusta við ferðamenn er góð á Eskifirði. Þar eru dagvöru- og sérvöruverslanir, söluskálar, kaffihús, bifreiðaverkstæði, gistiheimili, lyfjaverslun, heilsugæslustöð o.fl. Golfvöllur er rétt innan við bæinn. Tjaldsvæðið er í skrúðgarði bæjarins og ný og glæsileg útisundlaug er á Eskifirði.

 

Myndasafn

Áhugaverðir staðir

Sjóminjasafn Austurlands á Eskifirði

Sjóminjasafn Austurlands - Gamla Búð

Safnið er í gömlu verslunarhúsi sem verslunarfélagið Örum & Wulff byggði um 1816. Sýndar eru minjar um sjósókn og aflavinnslu á Austfjörðum. Einnig minjar um byggðarsögu ag atvinnulíf á Eskifirði. Safnið er opið daglega frá 1.júní til 31.ágúst frá kl. 13:00 - 17:00 alla daga vikunnar. Utan þess tíma, eftir samkomulagi við safnvörð.

Hólmatindur

Hólmatindur

Stolt og prýði Eskfirðinga, Hólmatindur er 985 metra hár og gnæfir yfir firðinum gengt byggðinni. Það er frekar erfið ganga er upp á Hólmatind, en á tindinum geta göngugarpar kvittað fyrir komuna í gestabók.

Hólmanes

Hólmanesið

Hólmanes er nesið milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar var friðlýst sem fólkvangur og að hluta til friðland árið 1973. Þar er mikið fuglalíf og sérkennilegar bergmyndanir. Afar ánægjulegur staður til útiveru, hvort sem er í klettum eða fjöru.

Silfurbergsnáman Helgustöðum

Silfurbergnáman

Einhver kunnasta silfurbergsnáma í heiminum. Þar var silfurberg grafið úr jörðu frá því á 17. öld og fram á fyrri hluta 20. aldar. Náman liggur út með Reyðarfirði og liggur göngustígur að henni. Helgustaðanáman er nú friðlýst sem náttúruvætti og eru uppi áætlanir af hendi sveitarfélagsins að opna hana í nánustu framtíð.

Völvuleiðið

Völvuleiði

Efst í Hólmahálsinum, nokkru ofan við veginn er leiði völvunnar sem hefur verndað Reyðarfjörð og Eskifjörð frá utanaðkomandi árásum um aldir.

Vöðlavík og Viðfjörður

Vöðlavík

Vegur liggur frá Eskifirði um norðurströnd Reyðarfjarðar til Vöðlavíkur og Viðfjarðar, en óráðlegt að fara þangað nema á fjórhjóladrifnum bílum.