Fjarðabyggð í tölum

Samtals voru um 4.738 íbúar búsettir í Fjarðabyggð í ársbyrjun 2015. Sveitarfélagið er um það bil ellefu hundruð ferkílómetrar að flatarmáli nær frá Dalatanga (Mjóifjörður) í norðri að Kambanesi (Stöðvarfjörður) í suðri. Það er fjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi og það 10. í röðinni af 75 sveitarfélögum landsins hvað íbúafjölda snertir.

Fimm bæjarkjarnar eru í Fjarðabyggð eða Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður. Hver kjarni býr yfir eigin sögu og sérstöðu. Allir eiga þeir þó sameiginlegt nábýli við náttúru landsins, fjölbreytta möguleika til gefandi útivist og afþreyingu og fjölskylduvænt umhverfi.

Íbúafjöldi 

 • Mjóifjörður 23
 • Norðfjörður 1519
 • Eskifjörður 1093
 • Reyðarfjörður 1188
 • Fáskrúðsfjörður 714
 • Stöðvarfjörður 201
  (Janúar 2015) 

Vegalengdir frá Reyðarfirði

 • Stöðvarfjörður 44 km.
 • Fáskrúðsfjörður 21 km.
 • Eskifjörður 15 km.
 • Norðfjörður 38 km.
 • Mjóifjörður (Brekka) 57 km.
 • Alþjóðaflugvöllurinn Egilsstöðum 35 km.

Veglalengdir til Fjarðabyggðar

 • Flug frá Reykjavík - ein klukkustund
 • Reykjavík - Reyðarfjörður  677 km.
 • Egilsstaðir - Reyðarfjörður 34 km.
 • Akureyri - Reyðarfjöður 295 km.
 • Seyðisfjörður - Reyðarfjörður 59 km.
 • Höfn - Reyðarfjörður 228 km.