Útivist og hreyfing

Gönguhópur

Vetur, sumar, vor og haust. Í Fjarðbyggð á útivist og hreyfing vel við allan ársins hring. Á veturna nýtur útivistarfólk lífsins í Oddsskarði, einu besta skíðasvæði landsins. Á páskum hefur glæsileg dagskrá sett skemmtilegan svip á skíðamiðstöðina þar undanfarin ár undir merkjum Páskafjörs. Óvíða er búið betur að brettafólki en á meðan Páskafjöri stendur og ekta Týrólastemmning undirstrikar sérstöðu Austfirsku Alpanna hvað aðstöðu og umhverfi varðar. Slakandi sundlaugarferð er ómissandi þáttur á vel heppnuðum skíðadegi og óhætt er að mæla með heitu pottunum í einni af sundlaugum Fjarðabyggðar eftir viðburðaríkan dag.  

Vaðið

Með hækkandi sól eru sundlaugarnar í Fjarðabyggð að sama skapi ómissandi viðkomustaður hvort heldur fyrir slökun eða sundsprett. Í hverjum bæjarkjarna eru vel útbúin íþróttahús með líkamsræktaraðstöðu og fyrir útivistarfólk hefur Fjarðabyggð ótal marga möguleika að geyma, hvort heldur litið er til veiða, siglinga eða hressandi útiveru við gólf. Göngugarpar finna enn fremur viðfangsefni við hæfi í fjöllum og dölum Fjarðabyggðar. Kynntu þér þá mörgu og góðu kosti sem eru í boði í Fjarðabyggð fyrir hressandi hreyfingu og heilnæma útivist.