Fjarðakortið í sund og líkamsrækt

Fjarðakortið er snertilaust CTS snjallkort sem gildir í Strætisvagna Austurlands og íþróttamiðstöðvar Fjarðabyggðar. Kortið er borið upp að kortalesara og gjaldfærir sjálfkrafa aðgönguverð. Það er fáanlegt sem almennt handhafakort eða persónugert Fjarðakort. Tekið er við pöntunum á persónugerðum kortum í sundlaugum,
líkamsræktarstöðvum eða á skrifstofu Fjarðabyggðar, 470 9000.

Tímabilsmiðar eru eingöngu seldir á persónugerðu korti.
Tíu skiptimiða kort má fá á bæði almennu handhafakorti og persónugerðu og gildi það á afmörkuðu tímabili. Fjarðakortið er hluti af CTS-aðgangsstýringarkerfi (Curron Ticket System) sem Fjarðabyggð hefur tekið upp samhliða SVAust og kemur í stað beinnar miðasölu eða gjaldtöku. Kaupa áfyllingu.

Tímabilsmiðar fyrir sund:

  • Gildir í 10 skipti fyrir börn eða fullorðna á handhafakorti. 
  • Gildir í 3, 6 eða 12 mánuði fyrir börn og fullorðna.
  • Gildir í 12 mánuði fyrir aldraða og öryrkja.

Tímabilsmiðar fyrir líkamsrækt:

  • Gildir í 1, 3, 6 eða 12 mánuði fyrir fullorðna eða
    aldraða og öryrkja.

Tímabilsmiðar fyrir sund og líkamsrækt:

  • Gildir í 10 skipti fyrir fullorðna á handhafakorti. 
  • Gildir í 1, 3, 6 eða 12 mánuði fyrir fullorðna eða
    aldraða og öryrkja. 

Sundlaugar eru á Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði.

Líkamsræktarstöðvar eru á Norðfirði, Eskifirði og Reyðarfirði.

Ábendingar og kvartanir

Íþrótta- og tómstundastjóri, 
gudmundur.halldorsson@fjardabyggd.is
sími 470 9098.

Yfirstjórn

Mannvirkjastjóri Fjarðabyggðar,
mannvirkjastjori@fjardabyggd.is
.
sími 470 9019.