Íþróttamannvirki

Íþróttahúsið í Neskaupstað

Íþróttahúsið í Neskaupstað

Húsið er við Mýrargötu og er alhliða íþróttahús í fullri stærð, stór salur sem skipta má upp í þrjú rými, sem þjónar skóla, æfingum íþróttafélagsins Þróttar sem og almenningi auk þess sem húsið er nýtt fyrir mótahald og keppnir. Í húsinu er allur nauðsynlegur búnaður til iðkunar helstu íþrótta. Bað- og búningsklefar eru nýttir vegna æfinga og keppni á knattspyrnuvelli. Knattspyrnuvöllurinn stendur við íþróttahúsið og er lagður gervigrasi.  Tímapantanir og frekari upplýsingar má nálgast hjá Sigurjóni Egilssyni, forstöðumanni, í síma 863 7080.

 

Sundlaugin í Neskaupstað

Sundlaugin í Neskaupstað

Sundlaug Neskaupstaðar stendur við Miðstræti. Laugin er 25 metra útilaug með tveim heitum pottum, vaðlaug, sánabaði og tveim stórum rennibrautum auk þess sem  rekin er líkamsrækt í kjallara.  Laugin er  nýlega endurbyggð. Forstöðumaður íþróttamannvirkja í Neskaupstað er Sigurjón Egilsson. Íþróttahús, 477 1181, sundlaug, 477 1243, itmnes@fjardabyggd.is  

Íþróttahúsið á Reyðarfirði

Íþróttahús Reyðarfirði

Húsið er lítill salur sem þjónar skóla, æfingum íþróttafélagsins Vals og almenningi auk þess sem húsið er nýtt fyrir mótahald og keppnir. Íþróttahúsið stendur við Grunnskóla Reyðarfjarðar. Sambyggt íþróttahúsinu er ágæt líkamsræktarstöð. Bað- og búningsklefar eru nýttir fyrir  líkamsræktarstöð og æfingar og keppnir í Fjarðabyggðarhöllinni. Tímapantanir og frekari upplýsingar má nálgast hjá Eddu Gísladóttur, forstöðumanni, í síma 860-4329.

Fjarðabyggðarhöllin

Fjarðabyggðarhöllin

Fjarðabyggðarhöllin er yfirbyggt fjölnota hús með knattspyrnuvelli í fullri stærð.

Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Reyðarfirði er Edda Gísladóttir,
474 1331, itmrey@fjardabyggd.is

Sundlaug Eskifjarðar

Rennibrautin í sundlaug Eskifjarðar

Laugin er 25 m. útilaug með tveimur pottum, vaðlaug, sánabaði og þremur rennibrautum auk þess sem líkamsræktaraðstaða er í húsinu.  Knattspyrnuvöllur á Eskifirði stendur við sundlaugina en  búningsaðstaða fyrir völlinn er í sundlauginni. Knattspyrnuvöllurinn er grasvöllur, umsjón og umhirða hans er í höndum Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar.  Sundlaug og knattspyrnuvöllur er í botni fjarðarins. Upplýsingar um opnun sundlaugar eru í síma 476 1238  og 476 1218.

Íþróttahúsið á Eskifirði

Íþróttahús Eskifirði

Húsið er lítill salur sem þjónar grunnskólanum, æfingum íþróttafélagsins Austra og almenningi auk þess sem húsið er  nýtt fyrir mótahald og keppnir.  Íþróttahúsið stendur við Grunnskóla Eskifjarðar við Strandgötu. Hafið samband við forstöðumann til þess að leigja tíma í íþróttahúsinu og til að fá upplýsingar um æfingar á vegum íþróttafélagsins Austra. Tímapantanir og frekari upplýsingar má nálgast hjá Jóhanni Ragnari Benediktssyni, forstöðumanni, í síma 862-0363. itmesk@fjardabyggd.is

Íþróttahúsið á Fáskrúðsfirði

Íþróttamiðstöðin Fáskrúðsfirði

Húsið stendur við Óseyri 1, er alhliða íþróttahús í fullri stærð sem  þjónar sem skólamannvirki, til æfinga  fyrir íþróttafélagið Leikni og fyrir almenning auk þess sem húsið er nýtt fyrir mótahald og keppnir. Knattspyrnuvöllur stendur við hlið íþróttahúsins. Bað- og búningsklefar íþróttahússins eru  nýttir fyrir æfingar og keppnir á knattspyrnuvellinum. Líkamsræktarstöð er í íþróttahúsinu.  Íþróttahúsið er nýtt undir kennslu flesta daga frá morgni til kl. 16:00 en eftir það taka við æfingar íþróttafélaganna. Upplýsingar um lausa tíma sem og hvaða æfingar eru stundaðar í mannvirkjunum á vegum íþróttafélaganna má fá hjá starfsfólki í síma 475 9045 og 868 4575. 

Sundlaugin á Fáskrúðsfirði

Sundlaugin á Fáskrúðsfirði

Sundlaug Fáskrúðfjarðar er lítil innilaug með heitum potti utandyra.

Tengiliðir íþróttamannvirkja á Fáskrúðsfirði:
Íþróttahúsið Óseyri 1
forstöðumaður Ölver Jakobsson
475 9045, itmfas@fjardabyggd.is

Sundlaugin Skólavegi 37
forstöðumaður Sigurveig Agnarsdóttir
475 9070, sibba@skolar.fjardabyggd.is

Íþróttahúsið á Stöðvarfirði

Íþróttahús Stöðvarfirði

Húsið er alhliða íþróttahús sem  þjónar sem skólamannvirki, til æfinga  og fyrir almenning. Þá er húsið nýtt fyrir mótahald og keppnir. Líkamsræktaraðstaða er í íþróttahúsinu. Bað- og búningsaðstaða eru nýtt fyrir æfingar og keppnir á knattspyrnu-
vellinum sem stendur utar í bænum. Íþróttahúsið er nýtt undir kennslu flesta daga frá morgni til kl.16:00 en eftir það taka við æfingar íþróttafélaganna. Upplýsingar um lausa tíma sem og hvaða æfingar eru stundaðar í húsinu má fá hjá forstöðumanni Oddi Sigurðssyni í síma 475 9046 og 897 8921. 

Sundlaug Stöðvarfjarðar

Sundlaugin Stöðvarfirði

Laugin er lítil útilaug með heitum potti. Sundlaugin er opin á sumrin.

Tengiliður íþróttamannavirkja á Stöðvarfirði er Oddur Sigurðsson. 

Íþróttahúsið  og sundlaugin eru við grunnskólann. Sundlaugin er opin á sumrin. Hafið samband við forstöðumann til þess að leigja tíma eða fá nánari upplýsingar í síma 475 8930, itmsto@fjardabyggd.is

ábendingar og kvartanir

Íþrótta- og tómstundafulltrúi 470-9098, gudmundur.halldorsson@fjardabyggd.is og forstöðumaður stjórnsýslu í síma 470 9000 fjardabyggd@fjardabyggd.is

Yfirumsjón

Fræðslustjóri í síma 470 9027 fraedslustjori@fjardabyggd.is