Skíðalandið Austurland

Skíðasvæðin tvö í Oddsskarði og Stafdal eru frábær upplifun fyrir alla sem elska að skemmta sér í snjó. Fjölbreyttar skíðaleiðir eru í boði ásamt barnalyftum og -brekkum fyrir smáfólkið. Í Oddsskarði er auk þess Stubbaskóli fyrir þau allra yngstu og troðnar brautir fyrir gönguskíði. Skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskarði er skammt frá Oddsskarðsgöngum sem liggja á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Um klukkustundar akstur er frá Egilsstöðum, en frá Reyðarfirði er um hálf tíma akstur, rúmar 20 mínútur frá Neskaupstað og um 15 mínútur frá Eskifirði. Skíðafélagið í Stafdal sér um samnefnt svæði sem er á Fjarðarheiði. Um 20 mínútna akstur er frá Egilsstöðum og 10 mínútur frá Seyðisfirði. Greið leið er á milli skíðasvæðanna um Fagradal, sem liggur á milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar.

Skíðalandið Austurland