Fundargerðir bæjarstjórnar

Bæjarstjórn heldur reglulega fundi tvisvar í mánuði, að jafnaði fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar, að sumarmánuðum undanskildum og fer þá bæjarráð með umboð hennar og afgreiðir mál. Bæjarstjórnarfundir eru haldnir í fundarsal sveitarfélagsins að Hafnargötu 2, Reyðarfirði og hefjast kl. 16.00. Fundirnir eru opnir og þeim er útvarpað beint á vef sveitarfélagsins.