174. fundur bæjarstjórnar

6.3.2015

Bæjarstjórn - 174. fundur
haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, fimmtudaginn 5. mars 2015
og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar, Eiður Ragnarsson, Pálína Margeirsdóttir, Elvar Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristín Gestsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Gunnar Jónsson, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson.

Í upphafi fundar leitaði forseti bæjarstjórnar afbrigða frá boðaðri dagskrá þannig að 5. liður fundargerðar bæjarráðs yrði tekinn til sérstakrar umfjöllunar og afgreiðslu og yrði afgreiddur sem sérstakur liður. Samþykkti bæjarstjórn það samhljóða.

Dagskrá:

1. 1502013F - Bæjarráð - 418
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Valdimar O Hermannsson, Dýrun Pála Skaftadóttir,
Fundargerð bæjarráðs frá 2.mars 2015 samþykkt með 9 atkvæðum.
1.1. 1501010 - Fjármál 2014
1.2. 1502166 - Fjárhagsáætlun 2015 - viðauki 1
1.3. 1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar
1.4. 1502115 - 740 Eyrargata 7
1.5. 1502120 - Auka aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 6.mars 2015
Liður tekinn til sérstakrar afgreiðslu sem dagskrárliður.

1.6. 1502123 - Tillaga að matsáætlun fyrir 8000 tonna laxeldi í Mjóafirði
1.7. 1404059 - Sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar
1.8. 1502065 - 455.mál til umsagnar frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög),
1.9. 1502135 - Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2015
1.10. 1502145 - Samgönguáætlun 2015-2026
1.11. 1501213 - Aðalfundur Samorku 20.febrúar 2015
1.12. 1502133 - Ósk um að forkaupsréttur á Mýrargötu 2 verði ekki nýttur
1.13. 1502055 - Erindi frá Yrkjusjóði - ósk um stuðning - 2015
1.14. 1502172 - Beiðni um afnot af íþróttahúsi Norðfjarðar undir skemmtun - Hljóðkerfaleiga Austurlands
1.15. 1409204 - Norðfjörður - Þekja á lenginu togarabryggju
1.16. 1403143 - Greinagerð um tekjur áætlunarbíls milli Norðfjarðar og Egilsstaða - Trúnaðarmál
1.17. 1502016F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 112
1.18. 1502015F - Hafnarstjórn - 146
1.19. 1502014F - Menningar- og safnanefnd - 10

2. 1502120 - Samningur um Skólaskrifstofu Austurlands.
Bæjarstjóri fylgdi málinu úr hlaði.
Nýr samningur um Skólaskrifstofu Austurlands lagður fram til staðfestingar bæjarstjórnar.
Engin tók til máls
Bæjarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með 9 atkvæðum og felur bæjarstjóra undirritun hans.

3. 1502016F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 112
Til máls tóku: Eiður Ragnarsson, Jón Björn Hákonarson, Valdimar O Hermannsson, Elvar Jónsson, Einar Már Sigurðarson, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Páll Björgvin Guðmundsson.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 23. febrúar 2015 að undanskildum lið 3 í fundargerð samþykkt með 9 atkvæðum.
3.1. 1502133 - Ósk um að forkaupsréttur á Mýrargötu 2 verði ekki nýttur
3.2. 1206113 - Ósk um svæði fyrir jaðarsportfélagið 7-40
3.3. 1502119 - Frágangur á efni úr Norðfjarðargöngum
Dagskrárliður borinn upp sérstaklega.
Forseti bæjarstjórnar leggur til að dagskrárlið sé vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til frekari umfjöllunar.
Bæjarstjórn samþykkti tillögu forseta með 9 atkvæðum.

3.4. 1109100 - 730 - Deiliskipulag aksturs- og skotíþróttasvæða vestan Bjarga
3.5. 1502042 - 735 - Deiliskipulag Hlíðarenda
3.6. 1502041 - 735 - Deiliskipulag miðbæjar Eskifjarðar
3.7. 1502124 - 735 Strandgata 47 - Byggingarleyfi - notkunarbreyting
3.8. 1502118 - 735 Strandgata, fyrirspurn um lóð og byggingarleyfi - sjóhús
3.9. 1403113 - Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stækkunnar akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði
3.10. 1306026 - 740 - Deiliskipulag Kirkjuból, hesthúsa og búfjársvæði
3.11. 1411134 - 740 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting á þéttbýlisuppdrætti fyrir Norðfjörð vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn
3.12. 1502131 - 740 Breyting á deiliskipulagi Naust 1 vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn
3.13. 1103025 - Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
3.14. 1110069 - 740 Egilsbraut 9, byggingarleyfi - Bílskúr
3.15. 1502068 - 511.mál til umsagnar frumvarp til laga um stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur
3.16. 1502067 - 427.mál til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (heildarlög)
3.17. 1502065 - 455.mál til umsagnar frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög),
3.18. 1502077 - 512. mál til umsagnar frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (heildarlög, strangari reglur), 512. mál.
3.19. 1501175 - Almenningssamgöngur 2015
3.20. 1402081 - Bygging leikskóla á Neseyri
3.21. 1405101 - Fráveita á Norðfirði - Stofnlögn og útrás
3.22. 1502096 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2015
3.23. 1501284 - Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2015
3.24. 1502026 - Viðbragðsáætlun fyrir Austurland vegna eldgosa í norðanverðum Vatnajökli

4. 1502015F - Hafnarstjórn - 146
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 24.febrúar 2015 samþykkt með 9 atkvæðum.
4.1. 1501066 - Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2015
4.2. 1103025 - Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
4.3. 1502108 - Mjóafjarðarhöfn - hafnarkrani
4.4. 1409204 - Norðfjörður - Þekja á lenginu togarabryggju
4.5. 1411134 - 740 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting á þéttbýlisuppdrætti fyrir Norðfjörð vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn

5. 1502014F - Menningar- og safnanefnd - 10
Til máls tók Dýrunn Pála Skaptadóttir.
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 26.febrúar 2015, samþykkt með 9 atkvæðum.
5.1. 1501070 - Menningarstyrkir menningar- og safnanefndar 2015

6. 1109100 - 730 - Deiliskipulag aksturs- og skotíþróttasvæða vestan Bjarga
Forseti bæjarstjórnar fylgdi deiliskipulagstillögunni úr hlaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tillaga að deiliskipulagi aksturs- og skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði verði auglýst.
Til máls tóku: Kristín Gestsdóttir, Eiður Ragnarsson, Valdimar O Hermannsson,
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að auglýsa tillögu að deiliskipulagi aksturs- og skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði.
Tillagan er sett fram á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 9. janúar 2015. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

7. 1502042 - 735 - Deiliskipulag Hlíðarenda
Forseti bæjarstjórnar fylgdi matslýsingunni úr hlaði.
Lögð fram matslýsing vegna skipulagsáætlunar, dagsettri 20. október 2014, unnin af Landmótun.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt matslýsinguna, fyrir sitt leyti, og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir matslýsingu vegna deiliskipulags Hlíðarenda með 9 atkvæðum.

8. 1502041 - 735 - Deiliskipulag miðbæjar Eskifjarðar
Forseti bæjarstjórnar fylgdi matslýsingunni úr hlaði.
Lögð fram matslýsing vegna skipulagsáætlunar, dagsettri 20. október 2014, unnin af Landmótun.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt matslýsinguna, fyrir sitt leyti, og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir matslýsingu vegna deiliskipulags miðbæjar Eskifjarðar með 9 atkvæðum.

9. 1403113 - Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stækkunnar akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði
Forseti bæjarstjórnar fylgdi skipulagstillögunni úr hlaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stækkunnar akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði verði auglýst. Tillagan er sett fram á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 26. janúar 2015.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stækkunnar akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 26. janúar 2015. Tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.

10. 1502166 - Fjárhagsáætlun 2015 - viðauki 1
Bæjarstjóri fylgdi viðaukanum úr hlaði.
Viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2015 lagður fram til staðfestingar bæjarstjórnar.
Lagt til að rekstrarkostnaður Eigansjóðs í deild 31-318 verði hækkaður um kr. 5.000.000 í fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2015 þannig að hann verði kr. 8.743.154 í heild á árinu vegna yfirtöku Eignasjóðs á húsnæði að Bleiksárhlíð 56 á Eskifirði. Enn fremur er lagt til að fjármagna þennan aukna rekstrarkostnað af eigin fé Eignasjóðs og munu skammtímaskuldir Eignasjóðs við aðalsjóð breytast sem því nemur.

Við yfirferð á fjárhagsáætlun ársins 2015 kom í ljós að vanáætlað er framlag Fjarðabyggðar til byggðasamlags um málefni fatlaðs fólks um kr. 19.096.591. Um er að ræða reiknivillu en ekki breyting á umfangi eða rekstri málaflokksins.
Lagt er til að framlag til byggðasamlags um málefni fatlaðs fólks á Austurlandi í málaflokki 02 Félagsþjónusta, deild 510 Sameiginlegir liðir fatlaðs fólks, verði verði hækkað um kr. 19.096.591 í fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2015 þannig að það verði kr. 48.000.000 í heildina á árinu. Enn fremur er lagt til að fjármagna þennan aukna rekstrarkostnað af eigin fé aðalsjóðs.
Handbært fé aðalsjóðs um lækka um kr. 24.096.591 til samræmis við ofangreint og verða kr. 420.387.000 í árslok 2015.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum viðauka nr. 1. við fjárhagsáætlun ársins 2015.

11. 1502133 - Ósk um að forkaupsréttur á Mýrargötu 2 verði ekki nýttur
Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd, auk bæjarráðs, hafa samþykkt að nýta ekki forkaupsrétt að eigninni Mýrargötu 2 í Neskaupstað, að þessu sinni.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun með 9 atkvæðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10