Rannsóknasjóður Landsbankans og Fjarðabyggðar

Rannsóknarsjóður Fjarðabyggðar og Landsbankans veitir styrki til gerðar lokaverkefna á háskólastigi. Sjóðurinn var stofnaður þann 7. október 2005 með það að markmiði að hvetja háskólafólk til að vinna lokaverkefni sín í og um Fjarðabyggð og efla þar með samstarf Fjarðabyggðar við hinar ýmsu háskólastofnanir landsins.

Þessu markmiði hyggjast stofnaðilar ná með því að veita styrk til valinna rannsóknarverkefna sem unnin eru í og um Fjarðabyggð.  Markaðs- og upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar er starfsmaður sjóðsins og veitir nánari upplýsingar í síma 470 9000 eða á fjardabyggd@fjardabyggd.is.

Ferli umsóknar

Úthlutun úr Rannsóknarsjóði Fjarðabyggðar og Landsbanka Íslands fer fram 15. mars ár hvert og er umsóknarfrestur 1. mars. Allt að fjögur verkefni geta hlotið styrk í hvert sinn og eru styrkupphæðir frá kr 50.000 - 100.000. Skila þarf inn umsókn um styrk frá Rannsóknarsjóði auk rannsóknaráætlunar sem samþykkt er af leiðsagnarkennara. Umsóknarfrestur er til 1. mars ár hvert. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að rannsóknaraðili skili inn samþykktri rannsóknaráætlun. Styrkir eru veittir þann 15. mars. Umsóknum er skilað til skrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Reyðarfirði eða rafrænt á fjardabyggd@fjardabyggd.is. Stjórn sjóðsins hittist fyrstu vikuna í mars og tekur afstöðu til  umsókna. Allt að fjögur verkefni geta hlotið styrk hverju sinni að upphæð kr 50 til 100 þúsund. Sjá nánari upplýsingar um rannsóknarsjóðinn.

Úthlutunarreglur

  • Einungis er úthlutað til rannsókna sem unnar eru um Fjarðabyggð.
  • Skilyrði fyrir styrkveitingu er að rannsóknaraðilar skili inn fullbúinni rannsóknaráætlun, samþykktri af leiðsagnarkennara.
  • Lokaskýrslu skal skilað eigi síðar en ári eftir að úthlutun hefur farið fram, að öðrum kosti fyrnist viðkomandi úthlutun.
  • Styrkur er greiddur í einu lagi við afhendingu lokaskýrslu viðkomandi rannsóknarverkefnis. Skýrslu skal skilað í tveimur eintökum.
  • Skilafrestur umsókna er 1. mars ár hvert og fer úthlutun fram í síðasta lagi 2 vikum síðar.
  • Ef þess er óskað mun sveitarfélagið reyna að koma til móts við rannsóknaraðila hvað varðar vinnuaðstöðu og gistipláss meðan á rannsóknarvinnu í Fjarðabyggð stendur.