Styrkir

Fjarðabyggð veitir styrki til íþróttamála og menningarmála. Fræðslu- og frístundanefnd sveitarfélagsins úthlutar styrkjum til íþróttamála  og atvinnu- og menningarnefnd til menningarmála á grundvelli úthlutunarreglna sem samþykktar eru af bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Styrkúthlutanir eru auglýstar á vef Fjarðabyggðar ásamt fresti til umsóknar. Vaxtasamningur Austurlands úthutar styrkjum til verkefna sem miða að verðmæta- og atvinnusköpun á Austurlandi. Menningarráð Austurlands veitir styrki til menningartengdrar starfsemi. Vaxtasamningur Austurlands og Menningarráð Austurlands eru starfandi innan Austurbrúar, stoðstofnunar sveitarfélaga á Austurlandi.