Barnaverndarnefnd

Um verkefni barnaverndarnefndar fer samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002 og barnalögum nr. 76/2003. Nefndin skal móta stefnu bæjarins í barnaverndarmálum og taka ákvarðanir á verksviði sínu. Jafnframt hefur nefndin eftirlit með að samþykktum og stefnumörkun á verksviði hennar sé fylgt.

Barnaverndarnefnd fer með eftirtalin verkefni:

  • Mótar stefnu í barnavernd að höfðu samráði við félagsmálanefnd.
  • Annast viðfangsefni sem barnaverndarnefndum eru falin í barnaverndarlögum nr. 80/2002, sbr. 12. gr. laganna.
  • Gerir tillögu til bæjarstjórnar að framkvæmdaáætlun um vernd barna og ungmenna í samræmi við 9. gr. barnaverndarlaga.
  • Fylgir eftir framkvæmd barnalaga nr. 76/2003 og laga um ættleiðingar nr. 130/1999.
  • Hefur eftirlit með að stefnumörkun og samþykktum varðandi barnavernd sé fylgt.

Aðalmenn

Þórhallur Árnason  formaður (B)
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður (L)
Solveig Friðriksdóttir (B)
Sigurður Ásgeirsson (D)
Lára Björnsdóttir (D)

Varamenn

Hulda Sigrún Guðmundsdóttir (B)
Þór Þórðarson (B)
Lilja Ester Ágústsdóttir (D)
Alma Sigurbjörnsdóttir (B)
Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir (L)