11. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

17.4.2015

haldinn í Molanum fundarherbergi 1, fimmtudaginn 16. apríl 2015 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu:

Jón Kristinn Arngrímsson, Sigríður Margrét Guðjónsdóttir, Stefán Már Guðmundsson, Guðmundur Halldórsson og Þóroddur Helgason.

 Fundargerð ritaði:  Guðmundur Halldórsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi

 Dagskrá: 

1.

1503141 -   Innkaupareglur 2015 - endurskoðun

 

Skv. 34. gr.   innkaupareglna skulu fjárhæðir endurskoðaðar ár hvert af bæjarstjórn   Fjarðabyggðar, að fenginni tillögu fjármálastjóra, sbr. 8. gr. reglnanna.   Innkaupareglurnar skulu yfirfarnar og framkvæmd þeirra metin í fyrsta sinn   innan árs frá gildistöku þeirra en þær tóku gildi 30.maí 2013.
  Bæjarráð samþykkir að vísa núgildandi reglum til nefnda sveitarfélagsins til   umsagnar og reglurnar verða teknar til endurskoðunar í bæjarráði að lokinni   yfirferð nefnda. Íþrótta- og tómstundanefnd telur að reglurnar hafi nýst vel   og gerir ekki athugasemdir við þær.

 

   

2.

1503147 - Breyttur   opnunartími í íþróttamiðstöð Reyðarfjarðar á laugardögum

 

Afgreiðslu málsins   frestað til næsta fundar.

 

   

3.

1411075 -   Fjarðabyggð til framtíðar

 

Lögð fram til kynningar   skýrsla KPMG þar sem meðal annars er fjallað um framtíðarskipan íþrótta- og   tómstundamála í Fjarðabyggð.

 

   

4.

1504106 - Fréttir af   málaflokknum

 

Íþrótta- og   tómstundafulltrúi gerði nefndinni munnlega grein fyrir þeim málum sem eru   efst á baugi nú á vormánuðum í málaflokknum. Má þar til dæmis nefna; Íþróttamót   sem fram fara í Fjarðabyggð svo sem Íslandsglímuna og Öldungamót í blaki,   framgang vinnu við nýja fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar, viðhald og rekstur   íþróttamiðstöðva og ráðstefnum sem ungmennaráð sveitarfélagsins hefur tekið   þátt í.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30