117. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

20.4.2015

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 117. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 20. apríl 2015 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, Svanhvít Yngvadóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristjana Guðmundsdóttir, Óskar Þór Hallgrímsson og Guðmundur Elíasson mannvirkjastjóri er jafnframt ritaði fundargerð.

Páll Björgvin Guðmundsson sat fundinn undir liðum 2 og 12.

Valur Sveinsson sat fundinn undir liðum 1 til 13 og lið 16.

Kristjana Guðmundsdóttir vék af fundi undir lið 7.

Dagskrá:

 

1.

1502041 - 735 - Deiliskipulag miðbæjar Eskifjarðar

 

Lögð fram tillaga skipulags- og byggignarfulltrúa að forgangsröðun skipulagsverkefna dagsett 17. apríl 2015.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fresta vinnu við deiliskipulag miðbæjar Eskifjarðar til næsta árs.

 

   

2.

1405005 - 735 Eskifjarðasel - byggingarleyfi - Hesthús

 

Lagt fram bréf Pálma Benediktssonar hjá Mannvit hf og Einars þórs Sverrissonar hjá Mörkin lögmannsstofa hf fh. landeiganda Eskifjarðarsels í Eskifirði, dagsett 14. apríl 2015, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið óski eftir því við ráðherra umhverfis- og auðlindamála að undanþága verði veitt fyrir byggingu hesthúss innan grannsvæðis vatnsveitu Fjarðabyggðar á Eskifirði á grundvelli 1. mgr. 7. gr. laga nr. 7/1998.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir beiðnina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir undanþágu með skilyrðum.

 

   

3.

1504111 - 740 Hrafnmýri 4 - Byggingarleyfi - bílskúrsþak

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Steindórs Björnssonar, dagsett 13 apríl 2015, þar sem óskað er eftir leyfi til að framlengja þak íbúðarhúss hans að Hrafnsmýri 4 á Norðfirði yfir bílskúr.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

     

4.

1504139 - 740 Strandgata 79 - Byggingarleyfi

 

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Kára Óttarssonar hjá Mannvit hf fh. Síldarvinnslunnar hf, dagsett 17. apríl 2015, þar sem sótt er um leyfi til að setja fimm varmadælur á hús fyrirtækisins að Strandgötu 79 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

 

   

 

5.

1402075 - 750 Búðavegur 35 - Byggingarleyfi - breyting á skrifsstofu- og verslunarhúsnæði í íbúð

 

 

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hermanns Steinssonar, dagsett 10. febrúar 2014, þar sem sótt er um leyfi til að breyta skrifstofu- og verslunarhúsnæði á efri hæð Búðavegar 35 á Fáskrúðsfirði í íbúð. Einnig er óskað eftir leyfi til að einangra húsið og klæða með bárujárni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að breyting hæðarinnar í íbúð geti fallið undir almenna skilmála, fyrir verslunar- og þjónustusvæði, sem gera ráð fyrir íbúðabyggð þar sem aðstæður leyfa. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi vegna breyttrar notkunar þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir. Ekki er hægt að samþykkja einangrun og klæðningu hússins nema samþykki allra eigenda liggur fyrir.

 

 

   

 

6.

1504123 - 755 Borgargerði 16 - Byggingarleyfi - bílskúr

 

 

Lagt fram ódagsett bréf Arnar Ingólfssonar, Borgargerði 16 á Stöðvarfirði þar óskað er eftir afstöðu nefndarinnar til stækkunar á bílskúr við hús hans.
Afgreiðslu er frestað þar til nánari upplýsingar liggja fyrir.

 

 

   

 

7.

1504109 - Framkvæmdir við Strandgötu 73 Eskifirði

 

 

Lagt fram bréf Smára Jensen Jónassonar og Klöru Lindar Guðmundsdóttur, dagsett 12. apríl 2015, um lóðarmörk eignarlóðar hans við Strandgötu 73 og bílastæði á lóðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að ræða við bréfritara og leita lausna í tengslum við skipulagsvinnu á Eskifirði.

 

 

   

 

8.

1504132 - Ósk Sesam um leyfi til að setja upp merkingar

 

 

Lagt fram bréf Árna Más Valmundarsonar, dagsett 16. apríl 2015, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp merkingar fyrir Sesam Brauðhús á gatnamót Búðareyrar og Hafnargötu, við gatnamót Ægisgötu og Hafnargötu og við hringtorg á Norðfjarðarvegi ásamt gangbraut yfir Hafnargötu á móts við Hafnargötu 1.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir uppsetningu á stöðluðu upplýsingaskilti við hringtorg en getur ekki samþykkt uppsetningu skilta utan lóðamarka af þeirri stærð sem sótt er um. Einnig má benda á upplýsingaskilti við innkomu í Reyðarfjörð. Í umferðarsamþykkt er gert ráð fyrir gangbraut yfir Hafnargötu eins og bréfritari bendir á.

 

 

   

 

9.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

 

 

Á fundi bæjarstjórnar 15.apríl var skýrslum vísað til umfjöllunar fastanefnda sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar og verður til umræðu á næsta fundi.

 

 

   

 

10.

1503141 - Innkaupareglur 2015 - endurskoðun

 

 

Lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna og mannvirkjastjóra, dagsett 17. apríl 2015, varðandi endurskoðun á innkaupareglum.  Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

 

 

   

 

11.

1504128 - Nýting forkaupsréttar á Strandgötu 1a, Eskifirði

 

 

Lagður fram tölvupóstur frá fasteignasölunni INNI, dagsettur 15. apríl 2015, varðandi forkaupsrétt Fjarðabyggðar á eigninni að Strandgötu 1a, Eskifirði.
Nefndin ákveður að nýta sér ekki forkaupsréttinn að þessu sinni og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

 

 

   

 

12.

1406060 - Samningur um endurgjald vegna nýtingar jarðhita og mannvirkja

 

 

Lögð fram drög að samningi við Ármótasel ehf um endurgjald vegna nýtingar jarðhita og mannvirkja.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drögin og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

 

 

   

 

13.

1407020 - Skipulag og staðsetning gáma til bráðabirgða á lóð Launafls

 

 

Lagt fram bréf frá Launafli, dagsett 20. apríl 2015, varðandi heimild til eins árs, til að staðsetja gámaeiningar á lóð fyrirtækisins að Hrauni 3.
Nefndin samþykkir framlengingu á stöðuleyfinu til 12 mánaða.

 

 

   

 

14.

1504142 - Verkefni eignasjóðs og Hrauns árið 2015

 

 

Lagður fram til umræðu listi með helstu verkefnum eignasjóðs og Hrauns árið 2015

 

 

   

 

15.

1504001 - Verkefni í umhverfismálum og veitum 2015

 

 

Lagðir fram til áframhaldandi umræðu verkefnalistar í umhverfismálum og veitum

 

 

   

 

16.

1504014F - Afgreiðslur byggingafulltrúa - 66

 

 

Samþykkt

 

 

16.1.

1504116 - 730 Nesbraut 9 - Umsókn um stöðuleyfi

 

   

Samþykkt

 

 

 

 

16.2.

1504140 - 735 Strandgata 32 - umsókn um stöðuleyfi

 

   

Samþykkt

 

 

 

 

   

 

           

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20.