14. fundur fræðslunefndar

16.4.2015

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, þriðjudaginn 14. apríl 2015 og hófst hann kl. 19:30

  

Fundinn sátu:

Pálína Margeirsdóttir, Lísa Lotta Björnsdóttir, Óskar Þór Guðmundsson, Margrét Perla Kolka Leifsdóttir og Kjartan Glúmur Kjartansson

Áheyrnarfulltrúi: Hilmar Sigurjónsson

Fundargerð ritaði:  Þóroddur Helgason, fræðslustjóri

  

Dagskrá:

 

1.

1503141 -   Innkaupareglur 2015 - endurskoðun

 

Skv. 34. gr. innkaupareglna   skulu fjárhæðir endurskoðaðar ár hvert af bæjarstjórn Fjarðabyggðar, að   fenginni tillögu fjármálastjóra, sbr. 8. gr. reglnanna. Innkaupareglurnar   skulu yfirfarnar og framkvæmd þeirra metin í fyrsta sinn innan árs frá   gildistöku þeirra en þær tóku gildi 30.maí 2013.
  Bæjarráð samþykkir að vísa núgildandi reglum til nefnda sveitarfélagsins til   umsagnar og reglurnar verða teknar til endurskoðunar í bæjarráði að lokinni   yfirferð nefnda. Fræðslunefnd telur að reglurnar hafi nýst vel og gerir ekki   athugasemdir við þær.

 

   

2.

1503066 -   Sundkennsla í Grunnskóla Eskifjarðar

 

Bæjarráð felur   fræðslustjóra að að skoða með fyrirkomulag sundkennslu á Eskifirði verði með   sama fyrirkomulagi og sundkennslu á Norðfirði. Jafnframt vísað til umræðu í   fræðslunefnd. Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra þar sem fram kemur að   magn sundkennslu pr. nemanda er eins á Eskifirði og Norðfirði, en tímasetning   kennslunnar ólík. Á Norðfirði er einn tími á viku yfir skólaárið og kennt   eftir hádegi, en á Eskifirði eru kenndir þrír tímar á viku að hausti og vori.   Einnig kemur fram að hvort fyrirkomulag um sig skilar nemendum jafngóðri   sundkennslu og kostnaður er svipaður. Í minnisblaðinu kemur fram að aðstæður   geti verið breytilegar milli staða. Erfiðara hefur verið að halda góðum hita   í sundlauginni á Eskifirði yfir vetrarmánuðina og oftar hefur þurft að fella   niður sundkennslu vegna hitastigs í lauginni og þar sem veður er að jafnaði   betra að hausti og vori þá hefur sá tími verið valinn til kennslu. Ábreiða á   sundlaugina á Eskifirði sem sett var upp á síðasta ári og lagfæring á   hitunarbúnaði sem unnið er að, geta breytt forsendum. Í minnisblaðinu kemur   fram að eðlilegast sé að skólastjórar meti aðstæður á hverjum stað líkt og   verið hefur og velji það fyrirkomulag sem hentar best hverjum skóla.   Fræðslunefnd er sammála niðurstöðu minnisblaðsins.

 

   

3.

1411075 -   Fjarðabyggð til framtíðar

 

Lögð fram til kynningar   skýrsla Skólastofunnar, mat á tillögum um skipan skólamála í Fjarðabyggð og   skýrsla KPMG, Fjarðabyggð til framtíðar.

 

   

4.

1504064 -   Kennslutímamagn grunnskóla 2015-2016

 

Fyrir fundinum liggur   tillaga fræðslustjóra um útdeilingu kennslutímamagns til grunnskólanna í   Fjarðabyggð. Úthlutunin byggir á reglum um úthlutun kennslutímamagns til   grunnskólanna í Fjarðabyggð sem samþykktar voru í byrjun desember 2014 með   þeim fyrirvara að þær færu til skoðunar í þeirri vinnu sem KPMG og   Skólastofan myndu framkvæma í byrjun árs 2015. Í skýrslum frá fyrrnefndum   aðilum er ekki gerð athugasemd við reglurnar. Fræðslustjóri fór yfir kennslutímamagn   hvers skóla fyrir skólaárið 2015-2016 og tímamagn til annarra starfa innan   skóla. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu með fyrirvara um   breytingar á stjórnun sem átt gætu sér stað í fyrirliggjandi vinnu um   skýrslur Skólastofunnar og KPMG. Fræðslunefnd telur mikilvægt að metið verði   með einhverjum hætti áhrif breyttra úthlutunarreglna.

 

   

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30