64. fundur félagsmálanefndar

12.1.2015

Félagsmálanefnd - 64. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

mánudaginn 12. janúar 2015 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Valdimar O Hermannsson, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Borghildur Hlíf Stefánsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

 Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

 Dagskrá:

1.

1412053 - 211.mál til umsagnar   frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna),

 

Lagt fram til kynningar frumvarp um   breytingar á lögum um húsaleigubætur nr.138/1997 sem fjalla um rétt   námsmanna. Árið 2001 var réttur til húsaleigubóta rýmkaður hvað varðar námsmenn á   framhalds- og háskólastigi. Sú breyting var gerð að þeir námsmenn sem leigðu   á heimavist eða á námsgörðum skyldu njóta réttar til húsaleigubóta þó svo að   þeir deildu aðgangi að eldhúsi og baði. Rétt var talið að telja slíka aðstöðu   námsmanna til íbúðarhúsnæðis, enda kölluðu félagslegar aðstæður námsmanna á   slíkt fyrirkomulag. Breytingin var einskorðuð við þá sem bjuggu á heimavist   eða á námsgörðum. Í ljósi þess að ekki er nægilegt framboð af heimavist eða   námsgörðum, og fjölmargir námsmenn geta því ekki nýtt sér slíkt búsetuúrræði,   er í frumvarpinu lagt til að sú takmörkun verði felld brott. Þar með verði   aðstæður stúdenta jafnaðar og þeir njóti sama stuðnings hvort sem þeir leigja   á námsgörðum eða á almennum markaði.

 

   

2.

1411041 - Fjárhagsaðstoð

 

Bókun færð í trúnaðarbók.

 

   

3.

1501105 - Breyting á skipulagi í   heimahjúkrun

 

Lagt fram til kynningar erindi frá HSA   vegna breytinga á skipulagi í heimahjúkrun sem tekur gildi þann 1. mars   næstkomandi. Breytingin er gerð með það að leiðarljósi að jafna þá þjónustu   sem íbúar byggðalaganna njóta. Frá 1. mars mun heimahjúkrun einnig verða   sinnt á kvöld og helgarvöktum í Fjarðabyggð sunnan Oddskarðs. HSA hefur óskað   eftir samstarfi við sveitarfélagið varðandi samþættingu á skipulagi   heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Félagsmálanefnd er sammála því að farið   verði í rýnivinnu með HSA og verður málið kynnt frekar á næsta fundi   nefndarinnar.

 

   

4.

1501106 - Rekstrarkostnaður   félagsþjónustu 2013

 

Lögð fram til kynningar skýrsla frá   Sambandi íslenskra sveitarfélaga um rekstrarkostnað félagsþjónustu   sveitarfélaganna vegna ársins 2013. Skýrslan er aðgengileg á heimasíðu   Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

   

5.

1406152 - Félagsmálanefnd 2014 - 2018

 

Farið yfir drög að fundaáætlun   félagsmálanefndar á vorönn 2015.

 

   

6.

1501092 - Fjárhagsaðstoð

 

Bókun færð í trúnaðarbók.

 

   

7.

1107096 - Fjárhagsaðstoð

 

Bókun færð í trúnaðarbók.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10.