65. fundur félagsmálanefndar

27.1.2015

Félagsmálanefnd - 65. fundur  haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum

að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði mánudaginn 26. janúar 2015 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Valdimar O Hermannsson, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Borghildur Hlíf Stefánsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

 Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

Dagskrá:

1.

1501107 - Þrjár ábendingar um málefni   innflytjenda

 

Lagt fram til kynningar erindi frá   Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Árlega eru veittir styrkir úr þróunarsjóði   innflytjendamála til þróunarverkefna. Innflytjendaráð hefur nú auglýst eftir   styrkumsóknum fyrir 2. febrúar nk. Nefndin er sammála um að fela félagsmálastjóra   að sækja um styrk í þróunarsjóð innflytjendamála til móttökuverkefna nýrra   íbúa.

 

   

2.

1412136 - Fjárhagsaðstoð

 

Lögð fram greinargerð ráðgjafa vegna   umsóknar um fjárhagsaðstoð. Bókun færð í trúnaðarbók.

 

   

3.

1311103 - Jólasjóðurinn í Fjarðabyggð

 

Lögð fram til kynningar skýrsla ráðgjafa   um Jólasjóðinn í Fjarðabyggð og úthlutun vegna ársins 2014 sem fór fram í   desember sl. Í Fjarðabyggð er sameiginlegur jólasjóður sem stofnaður var   fyrir nokkrum árum í samvinnu við Starfsgreinasambandið Afl. Aðstandendur   sjóðsins eru Rauðakross-deildir á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Norðfirði,   Reyðarfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík, Þjóðkirkjan, Kaþólska kirkjan,  Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar og mæðrastyrksnefnd kvenfélagsins Nönnu á   Norðfirði. Veitt var aðstoð til 73 heimila, þar af eru 96 fullorðnir og 106 börn.   Heildarstyrkupphæð var kr. 3.350.000,- og var aðstoðin jafn há og fyrri ár,   per einstakling. Fjöldi heimila var sá sami og árið 2013, en einhver heimili   féllu út af listanum og önnur komu inn í staðinn. Fjöldi fullorðinna   styrkþega stóð í stað, en fjöldi barna jókst á milli ára. Samstarfið um jólasjóðinn í Fjarðabyggð er til fyrirmyndar og telja þeir sem   koma að honum að með samstarfi náum við sem bestum árangri. Alltaf er   spurning um þá sem leita sér ekki aðstoðar en með þessu samstarfi minnka   líkurnar á því. Vegna framlaga ýmissa fyrirtækja, hagsmunasamtaka og   einkaaðilia í sjóðinn var unnt að aðstoðað alla þá einstaklinga sem leituðu   aðstoðar fyrir jólin 2014.

 

   

4.

1412061 - Hjúkrunarheimili

 

Lagt fram til kynningar erindi frá   Embætti landslæknis varðandi inntöku á laus rými á hjúkrunarheimilum.

 

   

5.

1501105 - Breyting á skipulagi í   heimahjúkrun

 

Framhald umræðu á síðasta fundi um   sameiginlega rýnivinnu með HSA vegna skipulags heimahjúkrunar og   heimaþjónustu. Félagsmálastjóra falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við   HSA.

 

   

6.

1501270 - Norðurslóðaverkefni -   aldraðir

 

Lagt fram til kynningar erindi frá   Byggðastofnun þar sem leitað er eftir samstarfsaðilum í Norðurslóðaverkefni.   Verkefnið snýst um að gera eldra fólki kleift að búa lengur á eigin heimilum,   koma í veg fyrir félagslega einangrun og auðvelda þeim að sækja sér þjónustu,   jafnframt er gert ráð fyrir að unga fólkið í samfélögunum komi að því að   veita þá þjónustu sem beðið er um, þ.e. atvinnusköpun.

 

   

7.

1501272 - Námskeið fyrir   félagsmálanefndar á Austurlandi 2015

 

Lagt fram til kynningar erindi frá   Sambandi íslenskra sveitarfélaga um námskeið þann 16. apríl nk. á Egilsstöðum   fyrir starfsfólk félagsþjónustu og félagsmálanefndir á Austurlandi.

 

   

8.

1411001 - Fjölskyldustefna   Fjarðabyggðar

 

Farið yfir vinnu við fjölskyldustefnu   Fjarðabyggðar. Næsti fundur er fyrirhugaður þann 3. febrúar nk.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.