66. fundur félagsmálanefndar

9.2.2015

Félagsmálanefnd - 66. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

mánudaginn 9. febrúar 2015 og hófst hann kl. 16:00

 Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Valdimar O Hermannsson, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Borghildur Hlíf Stefánsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir.

Dagskrá:

1.

1109095 - Jafnréttisáætlun í   Fjarðabyggð 2013 - 2016

 

Farið yfir jafnréttisáætlun Fjarðabyggðar   sem gildir til ársins 2016. Félagsmálanefnd Fjarðabyggðar hefur með höndum   jafnréttismál innan sveitarfélagsins samkvæmt lögum nr. 10/2008. Nefndin skal vera ráðgefandi fyrir bæjarstjórn Fjarðabyggðar í málefnum er varða jafnrétti kvenna og karla ásamt því að fylgjast með og leggja fram tillögur til bæjarstjórnar að sérstökum aðgerðum til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Jafnréttisáætlun Fjarðabyggðar byggist á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Markmið laganna er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Í allri starfsemi bæjarfélagsins skal taka mið af jafnréttisáætlun. Hvert svið ber ábyrgð á framkvæmd og eftirfylgni verkefna. Þannig er stefnt að því að samþætta jafnréttissjónarmið í öllu starfi innan sveitarfélagsins. Sveitarfélagið Fjarðabyggð leggur metnað í að tryggja konum og körlum jöfn áhrif, tækifæri og virðingu og gerir þá kröfu til kjörinna fulltrúa, fulltrúa í nefndum og starfshópum, stjórnenda og annarra starfsmanna hjá sveitarfélaginu að þeir taki mið af stefnu þessari í störfum sínum fyrir sveitarfélagið. Jafnréttisáætlun tekur mið af hlutverki sveitarfélagsins sem vinnuveitanda.
  
Í aðgerðaáætlun segir m.a. að á tveggja ára fresti verði gerð úttekt á launum   karla og kvenna sem starfa hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Niðurstöður skulu   liggja fyrir eigi síðar en 1. apríl á því ári sem úttekt fer fram. Sýni   niðurstöður þeirrar úttektar fram á kynbundinn launamun, skal þegar gera og   hrinda í framkvæmd aðgerðum um að uppræta slíkan launamun. Ennfremur segir að   félagsmálanefnd Fjarðabyggðar skal kalla eftir jafnréttisætlunum innan   stofnanna og sviða sveitarfélagsins við upphafi nýs kjörtímabils.   Félagsmálanefnd felur formanni og félagsmálastjóra að kalla eftir   jafnréttisáætlunum stofnana og sviða og undirbúa launaúttekt í samvinnu við   bæjarritara.

 

   

2.

1502052 - Jafnréttisáætlun Lyngholts

 

Jafnréttisáætlun leikskólans Lyngholts lögð fram til kynningar og umræðu. Starfsmenn leikskólans Lyngholts eru fleiri en 25 og því er skólanum skylt skv. lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla að setja sér jafnréttisáætlun. Jafnréttisáætlun Fjarðabyggðar tekur á jafnrétti fyrir alla og í allri  starfsemi bæjarfélagsins skal tekið mið af jafnréttisáætluninni. Jafnréttisáætlun Leikskólans Lyngholts tekur til annars vegar nemenda og hins vegar starfsmanna. Helsti áhersluþátturinn í skólastarfi er að nemendur, kennarar og annað starfsfólk nái hámarksárangri og skólastarfið miði að því að styrkja og efla hvern og einn til framfara og þroska. Félagsmálanefnd fagnar vel útfærðri jafnréttisáætlun leikskólans Lyngholts.

 

   

3.

1502001 - Stjórnarfundir StarfA 2015

 

Fundargerð stjórnar StarfA frá 30. janúar sl. lögð fram til kynningar. Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að vera í samvinnu við bæjarritara um húsnæðismál StarfA í Fjarðabyggð.

 

   

4.

1501283 - Yfirlit yfir greiðslur   sveitarfélags vegna sérstakra húsaleigubóta fjárhagsárið 2015

 

Lagt fram til kynningar erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna yfirlits yfir greiðslur er varða sérstakar húsaleigubætur fjárhagsársins 2014.

 

   

5.

1501282 - Yfirlit yfir greiðslur   sveitarfélags vegna almennra húsaleigubóta fjárhagsárið 2014

 

Lagt fram til kynningar erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna yfirlits yfir greiðslur er varða almennar húsaleigubætur fjárhagsársins 2014.

 

   

6.

1312057 - Verkefnið Nýir íbúar á góðum   stað

 

Félagsmálastjóri fer yfir stöðu mála vegna verkefnis um móttöku nýrra íbúa í Fjarðabyggð sem mótttökufulltrúi hélt utan um. Yfirfara þarf stefnu, áætlanir og upplýsingabæklinga sem varða móttöku nýrra íbúa. Félagsmálastjóra falið að vinna áfram að verkefninu.

 

   

7.

1502033 - 237.mál til umsagnar   frumvarp til laga um húsaleigubætur(námsmenn)

 

Frumvarp til laga um húsaleigubætur nr. 138/1997 lagt fram til kynningar. Með greinargerð sem fylgir með frumvarpinu kemur fram að við 2. mgr. 4. gr. laganna bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Námsmenn í reglulegu námi á framhalds- og háskólastigi sem vegna náms síns leigja íbúðarhúsnæði í sama sveitarfélagi og þeir eiga lögheimili í geta, þrátt fyrir 1. mgr., átt rétt á húsaleigubótum. Skilyrði   húsaleigubóta er að viðkomandi námsmaður geti ekki sótt skóla daglega frá   lögheimili sínu vegna landfræðilegra aðstæðna, veðurs, vegalengdar, ástands   vega, skorts á almenningssamgöngum eða sambærilegra aðstæðna. Umsókn um   húsaleigubætur skal send því sveitarfélagi þar sem leigjandi á lögheimili óháð aðsetri og skal sveitarfélagið meta umsókn hverju sinni út frá aðstæðum.   Lagabreytingunni, sem hér er lögð til, er stefnt gegn þessu ólánlega og óréttláta fyrirkomulagi. Tölur um fjölda þeirra nema sem gætu öðlast rétt til   húsaleigubóta eftir þá lagabreytingu sem þetta frumvarp boðar liggja ekki fyrir en ljóst er að þar sem um er að ræða nema í víðlendustu og strjálbýlustu sveitarfélögunum er um óverulegan fjölda að ræða. Breytingin er hins vegar augljóslega mikilvæg fyrir jafnrétti til náms og búsetu í hinum dreifðu byggðum landsins.

 

   

8.

1412127 - Fjárhagsaðstoð

 

Yfirfélagsráðgjafi sat þennan lið fundar og  lagði fram greinargerð vegna   umsóknar skv. 21. gr. reglna Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð. Bókun færð í   trúnaðarbók.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.