67. fundur félagsmálanefndar

9.3.2015

Félagsmálanefnd - 67. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

mánudaginn 9. mars 2015 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Valdimar O Hermannsson, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Borghildur Hlíf Stefánsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdóttir

Dagskrá:

1.

1502066 - 416.mál til umsagnar   frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar).

 

Lagt fram til kynningar og umsagnar   frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga sem varðar skilyrði fjárhagsaðstoðar. Frumvarp þetta, sem unnið var í velferðarráðuneytinu, felur í sér breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Annars vegar er ráðherra falið að gefa út leiðbeinandi reglur til sveitarfélaga um framkvæmd fjárhagsaðstoðar þar sem m.a. sé kveðið á um viðmiðunarfjárhæðir fjárhagsaðstoðar sem sveitarfélög geta nýtt sér við setningu eigin reglna um  framkvæmd fjárhagsaðstoðar. Hins vegar er lagt til að sveitarfélögin fái skýrari heimildir til að skilyrða fjárhagsaðstoð félagsþjónustu sveitarfélaga við virkni þeirra sem eru vinnufærir og fá fjárhagsaðstoð þar sem þeir hafa ekki fengið störf. Vinnufærir einstaklingar á fjárhagsaðstoð fái markvissara inngrip með hvatningu til þess að fara út á vinnumarkaðinn.

Á undanförnum missirum hefur skapast talsverð umræða um hvort núgildandi ákvæði lagaum félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, heimili sveitarfélögum að setja í reglur sínar skilyrði um virkni fyrir því að einstaklingar fái greidda fjárhagsaðstoð. Jákvætt er að settur sé meiri rammi utan um fjárhagsaðstoðina til þess að minnka líkur á að fólk sé látið afskiptalaust til lengri tíma, en fái þess í  stað strax tilboð um aðstoð við atvinnuleit eða starfstengda endurhæfingu.

 

   

2.

1502064 - 454. mál.til umsagnar   frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og   málefni fatlaðs fólks (aukin vinnuvernd og notendastýrð persónuleg þjónusta)

 

Lagt fram til kynningar og umsagnar frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks (aukin vinnuvernd og notendastýrð persónuleg þjónusta lagt fram til kynningar.

 

   

3.

1009112 - Reglur um fjárhagsaðstoð

 

Nefndin ræddi núverandi reglur um fjárhagsaðstoð og óskaðr eftir því að fá minnisblað frá starfsmönnun sviðsins um tillögur að breytingum.

 

 

 

4.

1501092 - Úrskurðanefnd félgsþjónustu   og húnsnæðismála

 

Lagt fram til kynningar erindi frá Úrskurðanefnd félagsþjónustu og húsnæðismála. Bókun færð í trúnaðarbók.

 

   

5.

1412061 - Hjúkrunarheimili í   Fjarðabyggð

 

Formaður gerir grein fyrir málefnum hjúkrunarheimila og funda sem hann átti ásamt bæjarstjóra með heilbrigðisráðherra vegna öldrunarmála. Ennfremur lagt fram minnisblað félagsmálastjóra. Nefndin ræddi málefni hjúkrunarheimilanna og felur formanni og varaformanni ásamt félagsmálastjóra að hitta forsvarsmenn   hjúkrunarheimilanna og fara yfir stöðu mála.

 

   

6.

1502142 - 339.mál til umsagnar   frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna)

 

Frumvarp til laga um afnám laga um húsmæðraorlof nr. 53/1972 lagt fram til kynningar. Verið hefur til skoðunar í lengri tíma að leggja niður orlof húsmæðra m.a. með þeimrökum að um   tímaskekkju væri að ræða enda hafa lögin verið mjög umdeild frá jafnréttissjónarmiði. Ekki má gera lítið úr þeim félagslegu áhrifum sem orlofsferðir húsmæðra hafa haft fyrir þær konur sem þær hafa farið.

 

   

7.

1502040 - Fjárhagsaðstoð

 

Bókun færð í trúnaðarbók.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10.