68. fundur félagsmálanefndar

8.4.2015

Félagsmálanefnd - 68. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði

þriðjudaginn 7. apríl 2015 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Valdimar O Hermannsson, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Borghildur Hlíf Stefánsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri.

Fundargerð ritaði:  Sigrún Þórarinsdótti

Dagskrá:

1.

1503069 - Umsókn um að gerast   stuðningsforeldri

 

Lögð fram greinargerð vegna umsóknar   aðila um að gerast stuðningsforeldri. Bókun færð í trúnaðarbók.

 

   

2.

1503030 - Umsókn um stuðningsfjölskyldu

 

Lagt fram minnisblað vegna umsóknar um   stuðningsfjölskyldu. Bókun færð í trúnaðarbók.

 

   

 

 

 

3.

1503137 - Beiðni um fjárstuðning við   forvarnarstarf SAMAN-hópsins árið 2015

 

Lögð fram beiðni um fjárstuðning frá   SAMAN hópnum vegna ársins 2015. SAMAN hópurinn er samstarfsvettvangur   frjálsra félagasamtaka, stofnana og sveitarfélaga sem láta sig varða   forvarnir og velferð barna. Hópurinn fjármagnar sín verkefni eingöngu með styrkjum.   Nefndin hefur ekki tök á að verða við styrkbeiðni að þessu sinni.

 

   

4.

1503091 - Beiðni um framlag til   áfangahúss

 

Beiðni um framlag til áfangahússins Nýtt   takmark lagt fram til kynningar. Nefndin hefur ekki tök á að verða við   fjárframlagi að þessu sinni.

 

   

5.

1411138 - Virkjum hæfileikana

 

Lagt fram til kynningar og umræðu. Áður   verið fjallað um í félagsmálanefnd í nóvember 2014. Nefndin samþykkir erindi   Vinnumálastofnunar og felur félagsmálastjóra að taka á móti fulltrúum hennar   í tengslum við það.

 

   

6.

1210150 - Reglur Fjarðabyggðar um   styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

 

Lagðar fram reglur um styrki til náms- og   verkfærakaupa með breytingum. Reglurnar voru samþykktar í Félagsmálanefnd   Fljótdalshéraðs þann
  25. mars sl. Reglur sem varða þjónustu við fatlað fólk eru samræmdar á milli   Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs vegna sameiginlegs þjónustusvæðis og teknar   til umfjöllunar í þjónustuhóp um málefni fatlaðs fólks. Nefndin samþykkir   reglurnar með framlögðum breytingum og vísar til bæjarstjórnar til   staðfestingar.

 

   

7.

1412061 - Hjúkrunarheimili í   Fjarðabyggð

 

Farið yfir stöðu mála frá síðasta fundi   en stjórnendur hjúkrunarheimilanna hafa komið til fundar við fulltrúa félagsmálanefndar   og bæjarstjóra vegna málsins. Nefndin óskar eftir því við bæjarstjórn að   farið verði í formlegar viðræður við Velferðarráðuneytið um málefni   heimahjúkrunar og hjúkrunarheimila. Félagsmálastjóra og bæjarstjóra falið að   vinna málið áfram.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10.