Framkvæmdasvið

Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar hefur yfirumsjón með  fasteignum sveitarfélagsins, viðhaldi þeirra og verklegum framkvæmdum. Það sér um skipulagsgerð á aðal- og deiliskipulagi og framfylgir áherslum í aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007 til 2027. Það fer með byggingarmál og leyfisveitingar þeim tengdum, sér um lóðaskráningu og heldur utan um upplýsingar um fasteignir. Framkvæmdasvið annast um rekstur, viðhald og nýframkvæmdir vegna fráveitu, vatnsveitu, rafveitu og hitaveitu í sveitarfélaginu. 

Sviðið ber ábyrgð á rekstri gatnakerfisins, snjómokstri og hálkueyðingu og fer með umferðarmál sveitarfélgsins. Sviðið hefur einnig yfirumsjón með umhverfismálum Fjarðabyggðar, en undir þau heyra m.a. rekstur sorpmiðstöðvar, endurvinnsla, umsjón með tjaldsvæðum og umhirða opinna svæða. Þá heyrir rekstur þjónustumiðstöðvar Fjarðabyggðar og tækjamiðstöð undir sviðið ásamt rekstri slökkviliðs. Framkvæmdasvið starfar með eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og eru reglulegir fundir nefndarinnar hálfsmánaðarlega árið um kring.

Mannvirkjastjóri

Mannvirkjastjóri Fjarðabyggðar undirbýr stefnumótun í umhverfis- og ásýndarmálum sveitarfélagsins, framkvæmdum, gæðakröfum í byggingu fasteigna og viðhaldi þeirra og samskiptum við leigutaka sem nýta mannvirki bæjarins. Hann hefur yfirumsjón með skipulags- og byggingarmálum, skráningu fasteigna og öðru því tengdu. Gróðurmál, þar á meðl torg, opin svæði og bæjargarðar eru í umsýslu hans. Hann ber ábyrgð á söfnun og meðferð úrgangs, staðardagskrármálum og verkefnisstjórn vinnuskóla. Hann skal annast tengsl við hagsmunaaðila, svo sem skógræktarfélög og hafa yfirumsjón með verkefnum sem tengjast landbúnaði eins og fjallskilamálum, búfjáreftirliti og þar fram eftir götum.

Hann hefur yfirumsjón með málefnum slökkviliðs og brunavarna, eignasjóðs, veitna bæjarins, þjónustumiðstöð og tækjamiðstöð og umferðar- og umferðaröryggismálum.  Hann ber ábyrgð á nýbyggingarverkefnum og hönnunar- og byggingarstjórn og vinnur með eigna-, skipulags og umhverfisnefnd tillögu til bæjarráðs um forgangsröðun nýframkvæmda og viðhaldsáætlanir fasteigna bæjarins. Hann ber ábyrgð á þjónustu og faglegum stuðning við eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og skal gæta þess að mál sem lögð eru fyrir nefndina séu vel undirbúin og greinargóð.  Hann skal jafnframt sjá til þess að ákvörðunum nefndarinnar sé fylgt eftir og hrundið í framkvæmd.

Starfsmenn framkvæmdasviðs

Nafn Starfsheiti Sími
Andrés Gunnlaugsson Hitaveitustjóri Eskifirði 470 9044
Anna Katrín Svavarsdóttir Umhverfisfulltrúi 470 9038
Árni Steinar Jóhannsson Umhverfisstjóri - Director of Environment 470 9039
Guðlaugur Andri Sigfússon Dýraeftirlitsmaður 860 4525
Guðmundur Elíasson Mannvirkjastjóri - Director of Public Works 470 9019
Guðmundur H. Sigfússon Slökkviliðsstjóri - Fire Chief 470 9081
Ívar Örn Þórðarson Eigna- og framkvæmdafulltrúi 470 9066
Kristrún Ragnarsdóttir Þjónustufulltrúi á framkvæmdasviði 470 9018
Marinó Stefánsson Tæknimaður á framkvæmdasviði 470 9065
Sigfús Þórir Guðlaugsson Rafveitustjóri - Director of Electric Works 470 9096
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi - Planning and Building Manager 470 9061