Vinnustaðurinn

Vinnustaðurinn Fjarðabyggð hefur að leiðarljósi að efla mannauð sveitarfélagsins og stuðla að samræmdu skipulagi starfsmannamála, en starfsmenn Fjarðabyggðar eru á fimmta hundrað í fimm bæjarkjörnum sveitarfélagsins. Starfsmanna- og mannauðsmál heyra undir stjórnsýslu- og þjónustusvið Fjarðabyggðar og hefur bæjarritari yfirumsjón með málaflokknum. Á meðal markmiða í mannauðsmálum er að efla stjórnendur sveitarfélagsins, stuðla að skilvirkri upplýsingamiðlun til starfsfólks og styðja við heilsueflingu þess og áhugamál. Þá er áhersla lögð á að starfsmenn fái notið hæfileika sinna í starfi og auki starfstengda þekkingu.