Að vinna hjá Fjarðabyggð

Sýn Fjarðabyggðar í starfsmanna- og mannauðsmálum byggir á því að ánægt starfsfólk og tæknilega vel í stakk búið sé mikilvæg forsenda þess að starfsmenn Fjarðabyggðar geti veitt íbúum, fyrirtækjum og stofnunum í sveitarfélaginu framúrskarandi þjónustu. Starfsþróun gegnir  veigamiklu hlutverki í mannauðsmálum hjá Fjarðabyggð og á starfsþróunarsamtal að fara fram í það minnsta einu sinni á ári. Markmið þess er að kortleggja fræðsluþörf og uppbyggingu á þekkingarauði hjá sveitarfélaginu.

Í starfsmannaviðtölum er leitast við að greina veikleika og styrkleika í starfsumhverfi og umbótaleiðir. Leitast er við fylgjast með markvisst með nýmælum  í starfsmanna- og mannauðsmálum,  með bætt starfsumhverfi og aukna ánægju stafsfólks fyrir augum. Laus störf hjá Fjarðabyggð eru auglýst á vef sveitarfélagsins og staðarmiðlum og landsmiðlum eftir aðstæðum.