Laus störf

Fjarðabyggð auglýsir öll laus störf á vefnum, sem eru yfir 20% hlutfalli og fastráðið er í, nema bæjarráð ákveði annað.  Það sama gildir um sumar- og afleysingastörf.   Störfin eru auglýst með hæfilegum fyrirvara og eiga auglýsingar að vera lýsandi og vel skilgreindar.  Stjórnendur stofnana ráða beint í störf sem undir þá heyra.  Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál þar til ráðið er í störfin.   Allar starfsumsóknir fá faglega meðhöndlun og er fyllsta hlutleysis gætt samkvæmt starfsmannastefnu sveitarfélagsins.  Þá er öllum umsóknum um störf svarað með formlegum hætti.