Hjúkrunarheimili

Á Eskifirði er dvalar- og hjúkrunarheimilið Hulduhlíð. Eru þar 17 hjúkrunarrými og 7 dvalarrými. Í Hulduhlíð fer fram jafnframt fram félags- og tómstundastarf aldraðra og aðstaða er til líkamsþjálfunar. Eldri borgurum sem búa heima gefst kostur á að kaupa máltíðir í matsal Hulduhlíðar gegn vægu gjaldi.

Á Norðfirði er starfrækt hjúkrunardeild á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað.

Í  hjúkrunarheimililinu Uppsölum Fáskrúðsfirði eru 13 hjúkrunarrými og 12 dvalarrými.

Ferli umsókna

Viðkomandi dvalar- og hjúkrunarheimili hafa umsjón með umsóknarferlinu. 

Nálgast má eyðublöð ásamt nánari upplýsingum hjá Fjorðungssjúkrahúsinu á Norðfirði, hjá Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsölum á Fáskrúðsfirði.

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Forstöðumaður stjórnsýslu, 
fjardabyggd@fjardabyggs.is
sími 470 9000. 

YFIRSTJÓRN

Félagsmálstjóri Fjarðabyggðar, 
felagsthjonusta@fjardabyggd.is,
sími 470 9017. 

NÁNARI UPPLÝSINGAR 

Helga K. Eyjólfsdóttir, 
helga.k.eyjolfsdottir@fjardabyggd.is
,
sími 470 9024.