Þjónustuíbúðir

Í Fjarðabyggð eru þjónustuíbúðir á Norfirði og Reyðarfirði. Á Norðfirði eru 26 íbúðir fyrir aldraða í Breiðabliki, við Mýrargötu 18 sem skiptast í 9 hjónaíbúðir og 17 einstaklingsíbúðir.  Í húsinu er setustofa og félags- og tómstundastarf fer þar fram. Á Reyðarfirði eru fimm félagslegar íbúðir fyrir aldraða við Sunnugerði 7.

 Þá eru 13 eignaríbúðir ætlaðar einstaklingum 55 ára og eldri í Melgerði 13. Sveitarfélagið leggur þar einnig til aðstöðu fyrir Heiðabæ, félags- og tómstundaaðstöðu fyrir félag eldri borgara. Nánari upplýsingar veitir Helga. K. Eyjólfsdóttir, helga.k.eyjolfsdottir@fjardabyggd.is, 470 9024.

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Forstöðumaður stjórnsýslu, 
fjardabyggd@fjardabyggs.is
sími 470 9000. 

YFIRSTJÓRN

Félagsmálstjóri Fjarðabyggðar, 
felagsthjonusta@fjardabyggd.is,
sími 470 9017.